Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2025 21:02 Ásmundur Friðriksson er hér að setja Skötumessuna formlega í Gerðaskóla í Garði miðvikudagskvöldið 23. júlí. Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í kringum skötumessur Ásmundar og hans fólks í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll. Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll.
Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira