Innlent

Vind­myllur í Garps­dal, Evrópumálin og stefnu­leysi í heil­brigðis­kerfinu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga. Vísir/Magnús

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Ríkarður Örn Ragnarsson verkefnastjóri Vindorkuvers í Garpsdal í Reykhólahreppi segir frá verkefninu sem nýlega var flutt í nýtingarflokk, fyrst einkarekinna verkefna á Íslandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður rökræða Evrópumálin, fyrirhugaða umsókn Íslands um aðild að ESB sem þegar hefur kallað á kunnuglega og kröftuga andstöðu.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, ræðir heilbrigðiskerfið í ljósi nýrra skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar og mönnun og þjónustu Landspítalans. Runólfur lýsir stefnuleysi í kerfinu og segir róttækra breytinga þörf ef það á geta annað eftirspurn.

Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, ræðir um nýsköpun, skapandi greinar og hlutverk smáfyrirtækja í framtíðinni en Vísbending hefur nýverið helgað tvö viðamikil blöð þessum greinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×