Lífið

Gordon Ramsay gerir upp Ís­lands­ævin­týri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Með fólkinu á bak við tjöldin hjá Skál.
Með fólkinu á bak við tjöldin hjá Skál. Gordon Ramsay

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er orðinn fastagestur hér á landi enda sjúkur í góðan mat og veiði. Hann virðist ekki hafa orðið svikinn af heimsókn sinni hingað til lands ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum.

Ramsay er fastagestur í Þrastalundi í Grímsnesi þangað sem hann kom fjórða árið í röð og dvaldi í þrjá daga.

„Erum svo yfir okkur þakklát fyrir allt saman. Að fá ár eftir ár heimsókn frá Gordon Ramsay og hans teymi. Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur. Að fá að taka þátt í þessu og að fá að vera í kringum þá er ómetanlegt og verð ég því ævinlega þakklát og þeim sem sjá um þetta Takk enn og aftur fyrir okkur, takk fyrir traustið og takk fyrir komuna,“ segir í færslu á Þrastalundar á Instagram.

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er orðinn fastagestur hér á landi enda sjúkur í góðan mat og veiði. Hann virðist ekki hafa orðið svikinn af heimsókn sinni hingað til lands ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum.

Ramsay þakkar fyrir sig í athugasemd. Í færslu á Facebook má sjá að kokkurinn heimsótti meðal annars Gísla Matthías Auðunsson og félaga hjá Skál á horni Njálsgötu og Klapparstígs. Þá leit hann við á Lóla við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.

Ramsay á Lóla við Tryggvagötu.Gordon Ramsay

Þá má sjá Ramsay bæði handleika lax í á og svo þorsk við veiði í sjó.

Montmynd með lax sem var væntanlega í framhaldinu sleppt.Gordon Ramsay

„Stórkostleg vika á Íslandi og lax veiddur. Ótrúlegar minningar og gómsætur matur. Til hamingju allir frábæru veitingastaðirnir í Reykjavík,“ segir Ramsay og hefur greinilega komið við á mörgum af bestu veitingastöðum bæjarins.

Þorskur veiddur á sjóstöng.

Tengdar fréttir

Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition

Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.