Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 20:00 Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun mánaðar. Getty Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni. Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni.
Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira