„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 20:49 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í fyrri leiknum í Póllandi. EPA/Jakub Kaczmarczyk „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
„Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira