Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:00 Ólafur Jóhann er upplitsdjarfur og segir Eyjamenn ekki munu láta veðurspár hafa áhrif á Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. „Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent