Körfubolti

KR sækir ungan bak­vörð út á landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Reynir er orðinn KR-ingur.
Reynir er orðinn KR-ingur. KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Reyni Róbertsson um að leika með Vesturbæingum í Bónus deild karla á næstu leiktíð.

Hinn tvítugi Reynir leikur sem bakvörður og hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Þór Akureyri í 1. deildinni. Hann er hins vegar uppalinn á Sauðárkróki.

Á síðasta tímabili skilaði Reynir 19 stigum að meðaltali í leik ásamt því að taka að meðaltali sjö fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Þá á hann að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar á meðal með U-20 ára landsliðinu þegar það lék í A-deild Eurobasket á síðasta ári.

„Reynir er góður íþróttamaður og átti mjög gott tímabil í fyrra með Þór Akureyri. Hann mun koma með góða orku og auka samkeppnina enn frekar í hópnum. Ég er mjög ánægður með þessa viðbót í okkar góða hóp,“ sagði Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, um nýjustu viðbót liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×