Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 14:24 Hryssan Hermína hefur gengið folaldinu Tígli í móðurstað. Hryssan Atorka féll frá fjögurra vikna folaldinu Tígli sem tók að horast í kjölfarið. Á nálægum bæ hafði hryssan Hermína misst folaldið sitt í köstun. Þau voru kynnt hvort fyrir öðru og hefur myndast með þeim fallegt mæðginasamband. Alma Gulla Matthíasdóttir, bóndi á Traðarási í Vestur-Landeyjum, temur hesta fyrir aðra og rekur lítið hrossaræktarbú með manni sínum, Brynjari Helga Magnússyni. Alma og Brynjar með dætrum sínum í útivistarferð. Hryssan Atorka, Orkubolti eins og hún var gjarnan kölluð, féll frá af slysförum í júnílok og skildi fjögurra vikna gamla folaldið Tígul eftir án móður. „Þau voru í hólfi hjá graðhesti og það var önnur hryssa í hólfinu sem var aðeins búin að taka hann undir sinn verndarvæng. Þannig hann var búinn að finna sér aðra fóstru til að elta,“ segir Alma um Tígul. Sú hryssa, Von frá Móeiðarhvoli, var fyrir með folaldi og þurfti því að gefa tveimur folöldum að drekka. Orðin svartsýn og óviss um næstu skref „Ég tek þau heim og athuga hvort þetta sé að ganga upp. En þá kemur í ljós þegar líður á að sú hryssa lætur sitt afkvæmi ganga fyrir, lætur það drekka og hann situr aðeins hjá, en fékk þó alltaf eitthvað,“ segir Alma. Atorka með Tígli áður en hún féll frá. „Svo var ég búin að reyna að kenna honum að stela hjá öðrum hryssum og var komin með fleiri hryssur til þess að láta hann drekka aðeins meira. Þetta var bölvað bras, mikil vinna og við vorum vakin og sofin yfir þessu,“ segir hún. Málið var brýnt því folald þarf móðurmjólk til að viðhalda eðlilegum þroska og beinvexti. „Á tveimur vikum þá greinilega missti hann úr vaxtakipp og honum vantaði meiri mjólk. Ég var orðin mjög svartsýn og vissi ekki hvað við myndum gera næst. En það er alltaf hægt að grípa inn í og setja hann á pela og það var eiginlega næsta skref, að pelavenja hann,“ segir Alma. Tígull hefur braggast mikið eftir að hann byrjaði að fá mjólk hjá Hermínu. „Guð þetta gengur aldrei upp“ Fyrir tæpum þremur vikum birtist Ölmu möguleg lausn á málinu. „Á mánudagsmorgni vakna ég og sá auglýsingu inni á Facebook að kona í nágrenninu missti folald og ég hringi og segi: ,Má ég prófa? Það er eitthvað sem segir mér að ég verði að halda áfram að reyna',“ segir Alma. Hermína og Tígull saman úti á túni. „Ég fer þá og sæki hana Hermínu. Hún var svolítið löskuð eftir köstunina hjá sér, hún rifnaði illa og folaldið fórst í fæðingu,“ segir hún. Alma fór því og sótti Hermínu í Köldukinn. „Mér fannst alltaf eitthvað við hana þannig ég hélt í vonina. Hún var aldrei vond við hann en hleypti honum ekki undir til að drekka sjálf, við þurftum alltaf að fara út og standa við hana. Samt sýndi hún honum ákveðinn vinskap og hegðun sem maður var að vonast til þess að myndi ganga upp,“ segir Alma. Um leið hafi verið alls konar tilfinningar í spilinu og Alma hafi á tímabili hugsað: „Guð þetta gengur aldrei upp“. „Svo allt í einu smellur þetta tveimur vikum seinna. Hann byrjar að drekka, er þvílíkt að braggast og ná sér upp. Áður er Hermína kom var hann orðinn mjög slappur, lélegur og frekar grannur,“ segir hún. Í þokkabót sé Hermína svo mjólkurlagin að Tígull fær nóg að drekka. Tígull farinn að hlaupa á ný Staðan líti mun betur út núna og segir Alma ótrúlegt að fylgjast með Tígli og Hermínu. „Hún er að kljást við hann, ala hann upp, tekur alveg í hann eins og þær gera og passar upp á hann eins og eigið afkvæmi. Þetta er ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Alma. Hermína og Tígull eru nú í vernduðu umhverfi þeirra hjóna. „Svo er hann að hlaupa og leika sér. Áður en Hermína kom var hann alveg hættur að hlaupa, hann hafði bara enga orku til þess og eiginlega bara lá,“ bætir hún við. Þó ferlið hafi verið þungt segir Alma mjög lærdómsríkt að fara í gegnum það. „Svo vonum við bara að samband þeirra þróist áfram í rétta átt,“ segir Alma að lokum. Hestar Dýr Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Alma Gulla Matthíasdóttir, bóndi á Traðarási í Vestur-Landeyjum, temur hesta fyrir aðra og rekur lítið hrossaræktarbú með manni sínum, Brynjari Helga Magnússyni. Alma og Brynjar með dætrum sínum í útivistarferð. Hryssan Atorka, Orkubolti eins og hún var gjarnan kölluð, féll frá af slysförum í júnílok og skildi fjögurra vikna gamla folaldið Tígul eftir án móður. „Þau voru í hólfi hjá graðhesti og það var önnur hryssa í hólfinu sem var aðeins búin að taka hann undir sinn verndarvæng. Þannig hann var búinn að finna sér aðra fóstru til að elta,“ segir Alma um Tígul. Sú hryssa, Von frá Móeiðarhvoli, var fyrir með folaldi og þurfti því að gefa tveimur folöldum að drekka. Orðin svartsýn og óviss um næstu skref „Ég tek þau heim og athuga hvort þetta sé að ganga upp. En þá kemur í ljós þegar líður á að sú hryssa lætur sitt afkvæmi ganga fyrir, lætur það drekka og hann situr aðeins hjá, en fékk þó alltaf eitthvað,“ segir Alma. Atorka með Tígli áður en hún féll frá. „Svo var ég búin að reyna að kenna honum að stela hjá öðrum hryssum og var komin með fleiri hryssur til þess að láta hann drekka aðeins meira. Þetta var bölvað bras, mikil vinna og við vorum vakin og sofin yfir þessu,“ segir hún. Málið var brýnt því folald þarf móðurmjólk til að viðhalda eðlilegum þroska og beinvexti. „Á tveimur vikum þá greinilega missti hann úr vaxtakipp og honum vantaði meiri mjólk. Ég var orðin mjög svartsýn og vissi ekki hvað við myndum gera næst. En það er alltaf hægt að grípa inn í og setja hann á pela og það var eiginlega næsta skref, að pelavenja hann,“ segir Alma. Tígull hefur braggast mikið eftir að hann byrjaði að fá mjólk hjá Hermínu. „Guð þetta gengur aldrei upp“ Fyrir tæpum þremur vikum birtist Ölmu möguleg lausn á málinu. „Á mánudagsmorgni vakna ég og sá auglýsingu inni á Facebook að kona í nágrenninu missti folald og ég hringi og segi: ,Má ég prófa? Það er eitthvað sem segir mér að ég verði að halda áfram að reyna',“ segir Alma. Hermína og Tígull saman úti á túni. „Ég fer þá og sæki hana Hermínu. Hún var svolítið löskuð eftir köstunina hjá sér, hún rifnaði illa og folaldið fórst í fæðingu,“ segir hún. Alma fór því og sótti Hermínu í Köldukinn. „Mér fannst alltaf eitthvað við hana þannig ég hélt í vonina. Hún var aldrei vond við hann en hleypti honum ekki undir til að drekka sjálf, við þurftum alltaf að fara út og standa við hana. Samt sýndi hún honum ákveðinn vinskap og hegðun sem maður var að vonast til þess að myndi ganga upp,“ segir Alma. Um leið hafi verið alls konar tilfinningar í spilinu og Alma hafi á tímabili hugsað: „Guð þetta gengur aldrei upp“. „Svo allt í einu smellur þetta tveimur vikum seinna. Hann byrjar að drekka, er þvílíkt að braggast og ná sér upp. Áður er Hermína kom var hann orðinn mjög slappur, lélegur og frekar grannur,“ segir hún. Í þokkabót sé Hermína svo mjólkurlagin að Tígull fær nóg að drekka. Tígull farinn að hlaupa á ný Staðan líti mun betur út núna og segir Alma ótrúlegt að fylgjast með Tígli og Hermínu. „Hún er að kljást við hann, ala hann upp, tekur alveg í hann eins og þær gera og passar upp á hann eins og eigið afkvæmi. Þetta er ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Alma. Hermína og Tígull eru nú í vernduðu umhverfi þeirra hjóna. „Svo er hann að hlaupa og leika sér. Áður en Hermína kom var hann alveg hættur að hlaupa, hann hafði bara enga orku til þess og eiginlega bara lá,“ bætir hún við. Þó ferlið hafi verið þungt segir Alma mjög lærdómsríkt að fara í gegnum það. „Svo vonum við bara að samband þeirra þróist áfram í rétta átt,“ segir Alma að lokum.
Hestar Dýr Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira