Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Neytendur 10.1.2025 13:37
Komu hesti til bjargar úr gjótu Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu. Innlent 26.12.2024 22:01
Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. Innlent 12.11.2024 12:54
Níu ára og notar hestastudda sálfræðimeðferð til að komast yfir hamfarirnar Lífið 18.10.2024 10:31
Fimm ára keppnisbann fyrir að detta viljandi af hestbaki Alvinio Roy hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann fyrir að glata viljandi forystu í kappreiðum með því að kasta sér viljandi af baki hestsins þegar hann var með forystuna. Talið er að hann hafi verið þátttakandi í veðmálasvindli. Sport 22. ágúst 2024 17:01
Hesturinn fékk að vera með á líklega bestu sjálfu leikanna Japanir unnu sín fyrstu verðlaun í hestaíþróttum í 92 ár þegar Japanarnir fengu bronsverðlaun í liðakeppni Ólympíuleikanna í París. Sport 4. ágúst 2024 07:01
Kveikur frá Stangarlæk fallinn Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. Innlent 2. ágúst 2024 14:16
Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Sport 31. júlí 2024 14:01
Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Innlent 28. júlí 2024 20:04
Annar Ólympíuknapi ásakaður um dýraníð Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra. Sport 26. júlí 2024 09:30
Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Innlent 25. júlí 2024 09:22
Hætti við keppni á Ólympíuleikunum eftir að upp komst um dýraníð Breski knapinn Chartlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar á Ólympíuleikunum í París en hefur sagt sig frá keppni eftir að upp komst um dýraníð fyrir fjórum árum síðan. Sport 24. júlí 2024 09:30
Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. Innlent 22. júlí 2024 20:05
Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. Innlent 15. júlí 2024 20:05
Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Lífið 6. júlí 2024 19:12
Myndaveisla frá stjörnufans og gleðinni í Víðidal Um fimm til sex þúsund manns eru nú á Landsmóti hestamanna sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Allt eru þetta áhugamenn um íslenska hestinn, flestir íslenskir en einnig um 2000 erlendir gestir. Búist er við talsverðri fjölgun næstu daga, talið að um sjö til átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina. Lífið 5. júlí 2024 14:16
Svindlsíður herja á landsmótsgesti Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík. Innlent 5. júlí 2024 11:06
Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Lífið 4. júlí 2024 20:00
Fannst eins og hann væri eini fulli í brekkunni fyrir hádegi Daníel Jónsson hrossræktandi og hestamaður lenti í því leiðinlega atviki að þurfa að draga sig úr keppni á Landsmóti hestamanna daginn fyrir keppni vegna þess að hann fór úr axlarlið. Hann hafði áður farið úr axlarlið og kippti aftur í liðinn en fór svo aftur úr lið daginn fyrir keppni, allalvarlegar í það sinnið. Lífið 4. júlí 2024 16:45
Hvatning til mótshaldara Landsmóts hestamanna Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Skoðun 1. júlí 2024 12:00
Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 29. júní 2024 22:36
Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16. júní 2024 08:20
Björguðu hesti úr sjálfheldu í Skagafirði Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði. Innlent 11. júní 2024 22:44
Húsbóndinn á Árbakka hafði aldrei heyrt um þriðju vaktina Óhætt er að segja að líf fjölskyldunnar á hestabúgarðinum á Árbakka snúist í kringum hesta. Hestamennskan sameinaði þau á áttunda áratugnum. Lífið 3. júní 2024 15:00
Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun. Innlent 28. maí 2024 16:04
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti