Innlent

Banda­ríkin, inn­flytj­endur og Gasa á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga. Vísir/Magnús

Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Í dag ræðir Kristján fyrst við Jón Óskar Sólnes, sérfræðing í alþjóðamálum, en hann ætlar að segja frá nýrri bók sinni sem ber titilinn Washington DC. Þar ritar hann um dvöl sína í höfuðborg Bandaríkjanna undangengin sex ár.

Næst mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, ræða við Kristján um innflytjendur, lögregluna og viðbrögð við afbrotum hælisleitenda, svo eitthvað sé nefnt.

Að endingu mun Kristján ræða við Ingu Þóru Haraldsdóttur, sagnfræðing og ungan íslenskan gyðing. Hún mun lýsa mun þeim áhrifum sem ástandið á Gasaströndinni hefur á hana og tengja sögu forfeðra sinna sem sluppu undan nasistum á sínum tíma.

Eins og venjulega hefst Sprengisandur á Bylgjunni klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×