Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:47 Aðstaða áhorfenda á Hvaleyrarvellinum verður betri en nokkru sinni fyrr. GSÍ / seth@golf.is Aðstaða fyrir áhorfendur á Íslandsmótinu í golfi verður einkar vegleg þetta árið. Að erlendri fyrirmynd verður risaskjá komið fyrir á Hvaleyrarvelli og sérstakt áhorfendasvæði verður opnað, ásamt veitingatjaldi sem rúmar hundrað manns. Frítt er inn á mótið fyrir alla sem vilja fylgjast með. Kort af Hvaleyrarvellinum eins og hann verður um næstu helgi. GSÍ Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þetta árið, mótið hefst næsta fimmtudag og lýkur á sunnudag. Þar munu fremstu kylfingar landsins, atvinnukylfingar og margir fyrrverandi meistarar etja kappi. Meðal bestu keppenda í karlaflokki má nefna Tómas Eiríksson Hjaltested, sem er með lægstu forgjöfina og hefur verið í fimm efstu sætunum í öllum mótum sumarsins, eða atvinnukylfingana Guðmund Ágúst Kristjánsson og Harald Franklín Magnús, sem leika báðir á næststerkustu Evópumótaröðinni. Að ógleymdum ríkjandi Íslandsmeistaranum, Aroni Snæ Júlíussyni. Meðal besta keppenda í kvennaflokki má nefna Ragnhildi Kristinsdóttur, sem varð á dögunum fyrsti íslenski atvinnukylfingurinn til að fagna sigri næststerkustu Evrópumótaröðinni, og þrefalda meistarann frá því í fyrra, Huldu Clöru Gestsdóttur. Hulda Clara og Aron Snær eru ríkjandi Íslandsmeistarar.GSÍ / seth@golf.is Þau ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum munu leika listir sínar á Hvaleyrarvellinum, frekar má lesa um keppendur hér, áhorfendur geta fylgst vel með og notið sín á meðan. Veitingatjald, risaskjár og stuðsvæði Veitingatjald verður staðsett á miðri Hvaleyrinni, við fjórtándu flötina. Þar munu um hundrað manns geta fengið sér sæti og notið veitinga en jafnframt fylgst með mótinu á sjónvarpsskjá. Við fimmtándu flötina verður svo komið fyrir risaskjá, tvö hundruð fermetra breiðtjaldi, sem mun sýna stöðu mótsins og allar helstu upplýsingar. Fyrir utan golfskálann verður mesta stuðið, á sérstöku stuðningsmannasvæði (e. FanZone) þar sem áhorfendur geta komið saman og gert sér glaðan dag. „Allir eru velkomnir á Íslandsmótið í golfi til að fylgjast með landsins bestu og efnilegustu kylfingum, og ekki þarf að greiða aðgangseyri“ segir í fréttatilkynningu Keilis. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er einn glæsilegasti golfvöllur landsins. keilir.is Golf Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira
Kort af Hvaleyrarvellinum eins og hann verður um næstu helgi. GSÍ Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þetta árið, mótið hefst næsta fimmtudag og lýkur á sunnudag. Þar munu fremstu kylfingar landsins, atvinnukylfingar og margir fyrrverandi meistarar etja kappi. Meðal bestu keppenda í karlaflokki má nefna Tómas Eiríksson Hjaltested, sem er með lægstu forgjöfina og hefur verið í fimm efstu sætunum í öllum mótum sumarsins, eða atvinnukylfingana Guðmund Ágúst Kristjánsson og Harald Franklín Magnús, sem leika báðir á næststerkustu Evópumótaröðinni. Að ógleymdum ríkjandi Íslandsmeistaranum, Aroni Snæ Júlíussyni. Meðal besta keppenda í kvennaflokki má nefna Ragnhildi Kristinsdóttur, sem varð á dögunum fyrsti íslenski atvinnukylfingurinn til að fagna sigri næststerkustu Evrópumótaröðinni, og þrefalda meistarann frá því í fyrra, Huldu Clöru Gestsdóttur. Hulda Clara og Aron Snær eru ríkjandi Íslandsmeistarar.GSÍ / seth@golf.is Þau ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum munu leika listir sínar á Hvaleyrarvellinum, frekar má lesa um keppendur hér, áhorfendur geta fylgst vel með og notið sín á meðan. Veitingatjald, risaskjár og stuðsvæði Veitingatjald verður staðsett á miðri Hvaleyrinni, við fjórtándu flötina. Þar munu um hundrað manns geta fengið sér sæti og notið veitinga en jafnframt fylgst með mótinu á sjónvarpsskjá. Við fimmtándu flötina verður svo komið fyrir risaskjá, tvö hundruð fermetra breiðtjaldi, sem mun sýna stöðu mótsins og allar helstu upplýsingar. Fyrir utan golfskálann verður mesta stuðið, á sérstöku stuðningsmannasvæði (e. FanZone) þar sem áhorfendur geta komið saman og gert sér glaðan dag. „Allir eru velkomnir á Íslandsmótið í golfi til að fylgjast með landsins bestu og efnilegustu kylfingum, og ekki þarf að greiða aðgangseyri“ segir í fréttatilkynningu Keilis. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er einn glæsilegasti golfvöllur landsins. keilir.is
Golf Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira