Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2025 12:12 Birgir segir þjálfun starfsfólks og hönnun fangelsisins að Hólmsheiði gera einangrunarföngum afar erfitt fyrir að eiga samskipti sín á milli. Vísir/Lýður Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“ Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“
Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira