Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 12:30 John Stockton hefur sína skoðun á LeBron James og Michael Jordan en stoðsendingagoðsögnin er ekki í vafa hvor sé ofar hjá honum. Getty/Tim Nwachukwu/Jose Carlos Fajardo/Ken Levine John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba) NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba)
NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira