„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 12:59 Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Vísir/samsett Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira