Innlent

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dregið var úr Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld.
Dregið var úr Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Vísir/Arnar

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskólans. 

Níu miðaeigendur hrepptu að þessu sinni eina milljón króna hver. Í heildina voru tæplega 190 skattfrjálsar milljónir dregnar út og skiptust þær milli 3924 einstaklinga. 

Fyrir utan þá níu sem hlutu milljón á mann voru 10 sem unnu 500 þúsund krónur og 363 unnu á bilinu 100 til 250 þúsund krónur. 

Allur hagnaður af rekstri HHÍ fer í uppbyggingu Háskóla Íslands, en í tilkynningu segir að uppbygging 25 bygginga háskólans hafi verið fjármögnuð með happdrættisfé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×