Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira