Valdi hættur að spila í neðri deildunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2025 06:46 Valdi í gættinni á búð sinni sem senn flytur í Norðurmýrina. Vísir/Anton Brink Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um. Geisladiskabúð Valda á horni Laugavegs og Vitastígs hefur verið reglulegur viðkomustaður tónlistarunnenda, bíómyndaunnenda og tölvuleikjaunnenda í 27 ár. Þar hefur Þorvaldur Kristinn Gunnarsson staðið vaktina og gerir áfram. Valdi flytur sig einfaldleg tæpan kílómetra í suðaustur eða á Háteigsveg 2. Eftir nokkrar vikur stefnir Valdi á að opna geisladiskabúð sína í þessu rými við Háteigsveg 2.Vísir/Anton Brink „Ég sá þetta lausa húsnæði og það var bara of gott til að taka það ekki,“ segir Valdi spenntur fyrir fyrirhuguðum flutningum. Íbúar í Norðurmýrinni fagna margir hverjir komu Valda á samfélagsmiðlum en á svæðinu er þegar rekið bakarí og hárgreiðslustofa. Klipping, snúður og geisladiskur í einni ferð. Og bílastæði. Kúnnarnir vilji stæði „Það er ógeðslega erfitt að fá bílastæði þarna í miðbænum. Kúnnarnir eru alltaf að kvarta,“ segir Valdi. Á nýja staðnum sé auðveldara að koma akandi og bendir Valdi á bílastæði við Kjarvalsstaði í því samhengi. Tónlistarunnendur geta gleymt sér við að fletta rekkunum.Vísir/Anton Brink Árið 1998 snerist allt um geisladiska. Vínylplöturnar virtust hafa sungið sitt síðasta og kasetturnar sömuleiðis. Vídeóspólan var sjóðandi heit en DVD-diskurinn mættur til að sparka spólunni af markaðnum nokkrum árum síðar. Síðan hefur margt breyst. „Vínyllinn hefur verið í stórsókn síðustu tíu ár,“ segir Valdi og bætir við að geisladiskurinn eigi nú smá endurkomu. Fólk sé í auknum mæli að dusta rykið af geislaspilurum í kjallaranum og finna til diskana í kjallaranum. Bíómyndir og tölvuleikir „Fólk er orðið leitt á Spotify, skip, skip, skip,“ segir Valdi og vísar til tónlistarveitunnar sænsku sem hefur tekið yfir tónlistarmarkaðinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Þar hefur fólk getað fundið svo til alla þá tónlist sem það langar til að hlusta á. Hins vegar er erfiðara að nálgast allar mögulegar bíómyndir enda samkeppnin mun meiri þegar kemur að streymisveitum í sjónvarpi. Þá getur borgað sig að kíkja til Valda og grúska í gömlum spólum og DVD-diskum. Tölvuleikjaunnendur geta líka fundið ýmislegt fyrir sinn snúð hjá Valda. Það er nóg af geisladiskum og DVD myndum í búðinni.Vísir/Anton Brink Hann segir Íslendinga stærsta kúnnahópinn en ferðamenn líti líka reglulega við. Alls ekki lostafullt athæfi „En það er svo lítið pláss þarna. Þegar það eru komnir sex til sjö ferðamenn inn þá er búðin orðin full,“ segir Valdi og sér stærra pláss á Háteigsvegi 2 í hyllingum. Verslunin verður rúmlega tvöfalt stærri, fer úr fimmtíu fermetrum í 114 fermetra. Aðspurður hvort megi orða svo að Valdi sé í útrás svarar hann: „Það má orða það þannig. Ég hef verið svo lengi í neðri deildunum en er núna að fara upp um deild.“ Eysteinn Húni Hauksson, fyrrverandi knattspyrnumaður og tónlistarunnandi, segir í viðbrögðum við tilkynningu Valda á Facebook ætla rétt að vona að hann sjái til þess að fólk þurfi að draga inn magann þegar það mætist á nýja staðnum. Valdi hlær að þessu. Það er þröngt hjá Valda og ekki hlaupið að því að komast fram hjá næsta manni. Vísir/Anton Brink „Maður er alltaf dauðhræddur. Eftir metoo bylgjuna þá lætur maður alltaf vita af sér ef maður er að labba fram hjá kvenmanni. Svo hún haldi ekki að það sé eitthvað lostafullt athæfi, sem er auðvitað alls ekki,“ segir Valdi og hlær. Pláss fyrir útitónleika Hann reiknar með að þurfa að loka í tvo til þrjá daga í blálok ágúst og svo er stefnan sett á opnun á Háteigsvegi þann 1. september. Það gæti teygst aðeins enda töluvert verkefni að flytja tíu til fimmtán þúsund diska og plötur og stilla öllu upp. Hann fagnar nýjum nágrönnum, bakaríinu Brikk og hárgreiðslustofunni Hárlausnum. „Svo er smá pláss fyrir framan búðina í minni eign. Ég sé fyrir mér að það verði hægt að halda litla tónleika fyrir utan,“ segir Valdi. Það verði allt gert í góðri sátt við íbúa í næstu húsum. Tónlist Verslun Reykjavík Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Geisladiskabúð Valda á horni Laugavegs og Vitastígs hefur verið reglulegur viðkomustaður tónlistarunnenda, bíómyndaunnenda og tölvuleikjaunnenda í 27 ár. Þar hefur Þorvaldur Kristinn Gunnarsson staðið vaktina og gerir áfram. Valdi flytur sig einfaldleg tæpan kílómetra í suðaustur eða á Háteigsveg 2. Eftir nokkrar vikur stefnir Valdi á að opna geisladiskabúð sína í þessu rými við Háteigsveg 2.Vísir/Anton Brink „Ég sá þetta lausa húsnæði og það var bara of gott til að taka það ekki,“ segir Valdi spenntur fyrir fyrirhuguðum flutningum. Íbúar í Norðurmýrinni fagna margir hverjir komu Valda á samfélagsmiðlum en á svæðinu er þegar rekið bakarí og hárgreiðslustofa. Klipping, snúður og geisladiskur í einni ferð. Og bílastæði. Kúnnarnir vilji stæði „Það er ógeðslega erfitt að fá bílastæði þarna í miðbænum. Kúnnarnir eru alltaf að kvarta,“ segir Valdi. Á nýja staðnum sé auðveldara að koma akandi og bendir Valdi á bílastæði við Kjarvalsstaði í því samhengi. Tónlistarunnendur geta gleymt sér við að fletta rekkunum.Vísir/Anton Brink Árið 1998 snerist allt um geisladiska. Vínylplöturnar virtust hafa sungið sitt síðasta og kasetturnar sömuleiðis. Vídeóspólan var sjóðandi heit en DVD-diskurinn mættur til að sparka spólunni af markaðnum nokkrum árum síðar. Síðan hefur margt breyst. „Vínyllinn hefur verið í stórsókn síðustu tíu ár,“ segir Valdi og bætir við að geisladiskurinn eigi nú smá endurkomu. Fólk sé í auknum mæli að dusta rykið af geislaspilurum í kjallaranum og finna til diskana í kjallaranum. Bíómyndir og tölvuleikir „Fólk er orðið leitt á Spotify, skip, skip, skip,“ segir Valdi og vísar til tónlistarveitunnar sænsku sem hefur tekið yfir tónlistarmarkaðinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Þar hefur fólk getað fundið svo til alla þá tónlist sem það langar til að hlusta á. Hins vegar er erfiðara að nálgast allar mögulegar bíómyndir enda samkeppnin mun meiri þegar kemur að streymisveitum í sjónvarpi. Þá getur borgað sig að kíkja til Valda og grúska í gömlum spólum og DVD-diskum. Tölvuleikjaunnendur geta líka fundið ýmislegt fyrir sinn snúð hjá Valda. Það er nóg af geisladiskum og DVD myndum í búðinni.Vísir/Anton Brink Hann segir Íslendinga stærsta kúnnahópinn en ferðamenn líti líka reglulega við. Alls ekki lostafullt athæfi „En það er svo lítið pláss þarna. Þegar það eru komnir sex til sjö ferðamenn inn þá er búðin orðin full,“ segir Valdi og sér stærra pláss á Háteigsvegi 2 í hyllingum. Verslunin verður rúmlega tvöfalt stærri, fer úr fimmtíu fermetrum í 114 fermetra. Aðspurður hvort megi orða svo að Valdi sé í útrás svarar hann: „Það má orða það þannig. Ég hef verið svo lengi í neðri deildunum en er núna að fara upp um deild.“ Eysteinn Húni Hauksson, fyrrverandi knattspyrnumaður og tónlistarunnandi, segir í viðbrögðum við tilkynningu Valda á Facebook ætla rétt að vona að hann sjái til þess að fólk þurfi að draga inn magann þegar það mætist á nýja staðnum. Valdi hlær að þessu. Það er þröngt hjá Valda og ekki hlaupið að því að komast fram hjá næsta manni. Vísir/Anton Brink „Maður er alltaf dauðhræddur. Eftir metoo bylgjuna þá lætur maður alltaf vita af sér ef maður er að labba fram hjá kvenmanni. Svo hún haldi ekki að það sé eitthvað lostafullt athæfi, sem er auðvitað alls ekki,“ segir Valdi og hlær. Pláss fyrir útitónleika Hann reiknar með að þurfa að loka í tvo til þrjá daga í blálok ágúst og svo er stefnan sett á opnun á Háteigsvegi þann 1. september. Það gæti teygst aðeins enda töluvert verkefni að flytja tíu til fimmtán þúsund diska og plötur og stilla öllu upp. Hann fagnar nýjum nágrönnum, bakaríinu Brikk og hárgreiðslustofunni Hárlausnum. „Svo er smá pláss fyrir framan búðina í minni eign. Ég sé fyrir mér að það verði hægt að halda litla tónleika fyrir utan,“ segir Valdi. Það verði allt gert í góðri sátt við íbúa í næstu húsum.
Tónlist Verslun Reykjavík Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira