Lífið

Heillandi arki­tektúr í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sjónsteypa, stórir gluggar og náttúrulegur efniviður er ríkjandi í húsinu.
Sjónsteypa, stórir gluggar og náttúrulegur efniviður er ríkjandi í húsinu.

Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir.

Húsið er á einni hæð og skiptist í forstofu og opið forrými, rúmgott og bjart eldhús, samliggjandi stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og rúmgóðan bílskúr.

Húsráðendur hafa innréttað heimilið af mikilli natni þar sem hlýleg litapalletta, náttúrulegur efniviður og vönduð húsgögn skapa einstaka stemningu.

Í anddyrinu tekur á móti manni voldug tvöföld útihurð með stórum gluggum sem hleypa ljósi inn og gefa innganginum reisulegt yfirbragð.

Stofa og borðstofa eru í samliggjandi opnu rúmi með gólfsíðum gluggum, aukinni lofthæð og fallegum arni. Útgengt er í garð frá stofu á tveimur stöðum. Á gólfum er vandað vínylparket. Eldhús er rúmgott og bjart, prýtt stílhreinni innréttingu með góðu skápaplássi, stórri eldhúseyju og notalegum borðkrók.

Lóðin er fullfrágengin með nýlegri timburverönd á suðurhlið, heitum potti og fallegum gróðri, afgirt með rákuðum sjónsteypuveggjum og blómakerum úr sjónsteypu. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.