Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:01 Gylfi Þór Sigurðsson tekur aukaspyrnu í fyrri leiknum en Bröndby menn gera allt til að verjast henni. Vísir/Diego Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn