Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 21:04 Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar og Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem héldu upp á 70 ára afmæli stofnunarinnar í dag með sínu starfsfólki og fjölmörgum gestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um að vera í Hveragerði í dag því þar fékk fólk að smakka á furðu ísum, auk þess sem haldið var upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar en um eitt hundrað þúsund manns hafa notið dvalar á stofnunni á þessum sjötíu árum. Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði Hveragerði Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði
Hveragerði Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira