Menning

Ráðin nýr verk­efna­stjóri menningar í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Vigdís Jakobsdóttir.
Vigdís Jakobsdóttir. Kópavogsbær

Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi.

Í tilkynningu segir að Vigdís eigi að baki glæstan feril í menningarstjórnun hérlendis en hún hafi verið listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík á árunum 2016-2024. 

„Hún situr í stjórnum Þjóðleikhúsráðs, Miðstöðvar barnamenningar, Sviðslistamiðstöðvar og Listaháskólans og hefur auk þess sinnt fjölbreyttum störfum er snúa að list og menningu undanfarin ár bæði hérlendis og erlendis.

Vigdís lærði leikstjórn við Háskólann í Kent í Canterbury og er með diplómu í kennslufræði fyrir háskólakennara frá HÍ,“ segir í tilkynningunni, en alls sóttu 113 um stöðuna.

Vigdís hefur störf þann 1. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.