Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Novo Nordisk 1. september 2025 08:31 „Við þurfum að hætta að nálgast offitu með skömm og fordómum og byrja að ræða hana sem það sem hún er – líffræðilegur og efnaskiptatengdur langvinnur sjúkdómur.“ Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur stýrir starfsemi Novo Nordisk á Íslandi. Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynntist heilbrigðiskerfinu snemma af eigin raun. Hún heillaðist af læknavísindunum og vildi sjálf hjálpa fólki. Í dag stýrir hún starfsemi Novo Nordisk á Íslandi, fyrirtækis sem hefur verið í fararbroddi í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um offitu og sykursýki 2, með heilbrigðara Ísland að markmiði. „Ég eignaðist langveikt barn 18 ára og við bjuggum nánast á spítalanum fyrstu tvö árin. Ég heillaðist gjörsamlega af heilbrigðiskerfinu og því sem þar er hægt að gera og ákvað að leggja fyrir mig hjúkrun. 26 ára var ég útskrifuð, komin með þrjár litlar stelpur og farin að vinna í heilsugæslunni,“ segir Dagmar. Fljótlega landaði hún starfi í lyfjageiranum en segist hafa átt erfitt með að réttlæta fyrir sjálfri sér að taka starfinu og hætta í hjúkrun. „Ég byrjaði hjá Vistor árið 2013 í frábærri vinnu en átti samt í innri baráttu við sjálfa mig. Þarna var ég komin, hafandi klárað hjúkrunarfræðina og alltaf viljað hjálpa fólki en var ég svo bara farin að selja lyf? Ég þurfti að finna tilganginn í starfinu og, ég fann hann,“ segir hún. Fræðsla var lykilorðið, að hjálpa heilbrigðiskerfinu að velja rétta meðferð fyrir réttan sjúkling. „Þegar ég fann tilganginn breyttist hlutverk mitt hratt en við vorum á þessum tíma með nýja, byltingarkennda meðferð við sykursýki af tegund 2 sem síðan þróaðist í meðferð við offitu. Við vitum að heilbrigðisstarfsfólk hefur oft lítinn tíma til að kynna sér nýjungar en það kom mér þó á óvart hvað heilbrigðisstarfsfólk var lítið þjálfað í sjúkdómnum offitu og nálgaðist hann sjaldnast sem raunverulegan heilbrigðisvanda.“ „Á alþjóðlegum ráðstefnum er enn ágreiningur um hvort offita sé sjúkdómur eða afleiðing eigin gjörða, rótin er ekki tekin fyrir sem er efnaskiptavilla. Að viðurkenna offitu sem sjúkdóm dregur úr fordómum og tryggir að sjúklingar fái þá meðferð og stuðning sem þeir þurfa.“ Hún segir að fólk sem lifi með offitu mæti miklum fordómum og þar kemur hennar teymi til skjalanna. „Vandinn er að fordómar liggja víða og þeir geta aftrað framþróun til bættrar meðferðar, og þar með haft áhrif á þann stuðning sem einstaklingar sem lifa með offitu eiga sannarlega rétt á,“ segir Dagmar. Mikill árangur hafi náðst hérlendis með fræðslu til heilbrigðisstarfsmanna sem skili sér í betri þjónustu við sjúklinga. Fræðsla, samfélagslegur þáttur og hlutverk heilbrigðisstarfsfólks „Við höfum haldið námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk þar sem við, í samstarfi við sérfræðinga í faginu, förum yfir sjúkdómana offitu og sykursýki af tegund 2. Þessi námskeið hafa verið gríðarlega vel sótt. Markmiðið er að gera heilbrigðisstarfsfólk hæfara í starfi með fræðslu og samvinnu sérfræðinga og það hefur gengið ótrúlega vel, og sýnir fram á að við erum mjög framarlega í stuðningi við þennan hóp. Samfélagið er hins vegar aftarlega á merinni. Fordómar gagnvart offitu eru miklir og enn skortir á skilning stjórnvalda,“ segir Dagmar. Þá gæti mikils skilningsleysis í heilbrigðiskerfinu gagnvart sumum sjúkdómum sem einstaklingar glími við. Dagmar bendir á að enn sem komið er fá einungis 9 prósent sjúklinga með offitu niðurgreidda meðferð. Stór hluti þeirra sem þiggja meðferðina greiði hana úr eigin vasa. „Til að fá niðurgreidda meðferð við offitu í dag þarf einstaklingur ekki bara að lifa með sjúkdómnum offitu heldur einnig að vera fjölveikur og með marga fylgikvilla. Þá þarf að endurmeta offitu á sex mánaða fresti á meðan t.d. sykursýki er endurmetin á þriggja ára fresti. Að hafa svo ströng skilyrði fyrir langvinnan sjúkdóm er ósanngjarnt. Við vitum að meðferð við offitu snýst ekki alltaf um þyngdartap, heldur að stöðva þyngdaraukningu, bæta blóðgildi, blóðþrýsting og heilsu almennt. Fólk getur aukið vöðvamassa og bætt líðan sína án þess að hafa náð þyngdartapi en þessi kerfisbundna krafa um 5 prósent þyngdartap innan 6 mánaða tímaramma passar ekki við það sem við vitum um gang sjúkdómsins.“ Meira en þriðjungur fullorðinna á Íslandi með offitu Dagmar segir rannsóknir sýna að rúmlega 1/3 fullorðinna Íslendinga lifi með offitu eða rúmlega 100.000 manns. Ef einnig eru talin með þau sem eru í ofþyngd eru það um 60% þjóðarinnar. Horfast þurfi í augu við að offita sé samfélagsvandamál sem fari vaxandi um allan heim. „Engu samfélagi í heiminum hefur tekist að snúa þróun offitu við og það bendir til þess að við séum að gera eitthvað rangt í grunnkerfum okkar þ.e. í mataræði, aðgengi og samfélagsvenjum, sem hefur áhrif á efnaskiptakerfi okkar sem nær þá ekki að starfa eðlilega,“ útskýrir Dagmar. „Tíðni offitu meðal barna hefur einnig aukist verulega á Íslandi – og það þrátt fyrir hátt hlutfall barna sem stunda íþróttir hér á landi. Þetta snýst ekki bara um hreyfingu heldur erfðamengi, samfélagslegt umhverfi og félagslega þætti.“ Heilbrigðara Ísland 2030 – sameiginlegt markmið „Við trúum að Ísland gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við en til þess þurfum við öll að leggja hönd á plóg,“ segir Dagmar en frá árinu 2023 hefur Novo Nordisk, til viðbótar við fræðslunámskeiðin fyrir heilbrigðisstarfsfólk, staðið fyrir fræðsluherferð fyrir almenning. Meðal annars hafa verið birt fræðslumyndbönd og hagnýtar upplýsingar á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Lögð er áhersla á að almenningur skilji hvernig streita, svefnleysi og samfélagslegt álag hafa áhrif á líkamsstarfsemina – og hvers vegna offita snýst ekki bara um að borða minna og hreyfa sig meira. „Öll höfum við einhvern nálægt okkur, eða höfum sjálf upplifað hvað það þýðir að lifa með offitu. Það þarf hugrekki til að leita sér hjálpar, en til þess þarf viðmótið í heilbrigðiskerfinu að vera manneskjulegt og lausnamiðað,“ segir Dagmar. „Við þurfum að hætta að nálgast offitu með skömm og fordómum og byrja að ræða hana sem það sem hún er – líffræðilegur og efnaskiptatengdur langvinnur sjúkdómur.“ Ísland sem fyrirmynd annarra Dagmar telur Ísland í sterkri stöðu til að verða fyrirmynd í meðferð og forvörnum gegn offitu. „Við höfum sterka íþróttamenningu, vel menntaða þjálfara og mikla þátttöku barna í hreyfingu. Við búum í ríku velferðarsamfélagi og ættum að nýta þá stöðu til að byggja upp betri framtíð.“ „Við eigum ekki að spyrja okkur hvort við höfum efni á þessu heldur hvort við höfum efni á að gera ekkert.“ „Offita tengist yfir tuttugu tegundum krabbameina, hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli og fjölmörgum öðrum kvillum. Það er svo mikils virði fyrir samfélagið að fólk sé lengur virkt og heilbrigt. Rannsóknir benda til að ef samfélagið nýtir tækifærin vel og dregur úr tíðni langvinnra sjúkdóma, getur verg landsframleiðsla aukist um allt að 3%,“ segir Dagmar. Það sé samfélagslega ábyrgt að ráðast í þetta verkefni því þótt fyrirbyggjandi aðgerðir krefjist mikillar vinnu í dag, séu þær langtímafjárfesting sem skili sér margfalt til baka.“ Viltu fræðast meira um sjúkdóminn offitu? Heimsæktu www.ofthyngd.is Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
„Ég eignaðist langveikt barn 18 ára og við bjuggum nánast á spítalanum fyrstu tvö árin. Ég heillaðist gjörsamlega af heilbrigðiskerfinu og því sem þar er hægt að gera og ákvað að leggja fyrir mig hjúkrun. 26 ára var ég útskrifuð, komin með þrjár litlar stelpur og farin að vinna í heilsugæslunni,“ segir Dagmar. Fljótlega landaði hún starfi í lyfjageiranum en segist hafa átt erfitt með að réttlæta fyrir sjálfri sér að taka starfinu og hætta í hjúkrun. „Ég byrjaði hjá Vistor árið 2013 í frábærri vinnu en átti samt í innri baráttu við sjálfa mig. Þarna var ég komin, hafandi klárað hjúkrunarfræðina og alltaf viljað hjálpa fólki en var ég svo bara farin að selja lyf? Ég þurfti að finna tilganginn í starfinu og, ég fann hann,“ segir hún. Fræðsla var lykilorðið, að hjálpa heilbrigðiskerfinu að velja rétta meðferð fyrir réttan sjúkling. „Þegar ég fann tilganginn breyttist hlutverk mitt hratt en við vorum á þessum tíma með nýja, byltingarkennda meðferð við sykursýki af tegund 2 sem síðan þróaðist í meðferð við offitu. Við vitum að heilbrigðisstarfsfólk hefur oft lítinn tíma til að kynna sér nýjungar en það kom mér þó á óvart hvað heilbrigðisstarfsfólk var lítið þjálfað í sjúkdómnum offitu og nálgaðist hann sjaldnast sem raunverulegan heilbrigðisvanda.“ „Á alþjóðlegum ráðstefnum er enn ágreiningur um hvort offita sé sjúkdómur eða afleiðing eigin gjörða, rótin er ekki tekin fyrir sem er efnaskiptavilla. Að viðurkenna offitu sem sjúkdóm dregur úr fordómum og tryggir að sjúklingar fái þá meðferð og stuðning sem þeir þurfa.“ Hún segir að fólk sem lifi með offitu mæti miklum fordómum og þar kemur hennar teymi til skjalanna. „Vandinn er að fordómar liggja víða og þeir geta aftrað framþróun til bættrar meðferðar, og þar með haft áhrif á þann stuðning sem einstaklingar sem lifa með offitu eiga sannarlega rétt á,“ segir Dagmar. Mikill árangur hafi náðst hérlendis með fræðslu til heilbrigðisstarfsmanna sem skili sér í betri þjónustu við sjúklinga. Fræðsla, samfélagslegur þáttur og hlutverk heilbrigðisstarfsfólks „Við höfum haldið námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk þar sem við, í samstarfi við sérfræðinga í faginu, förum yfir sjúkdómana offitu og sykursýki af tegund 2. Þessi námskeið hafa verið gríðarlega vel sótt. Markmiðið er að gera heilbrigðisstarfsfólk hæfara í starfi með fræðslu og samvinnu sérfræðinga og það hefur gengið ótrúlega vel, og sýnir fram á að við erum mjög framarlega í stuðningi við þennan hóp. Samfélagið er hins vegar aftarlega á merinni. Fordómar gagnvart offitu eru miklir og enn skortir á skilning stjórnvalda,“ segir Dagmar. Þá gæti mikils skilningsleysis í heilbrigðiskerfinu gagnvart sumum sjúkdómum sem einstaklingar glími við. Dagmar bendir á að enn sem komið er fá einungis 9 prósent sjúklinga með offitu niðurgreidda meðferð. Stór hluti þeirra sem þiggja meðferðina greiði hana úr eigin vasa. „Til að fá niðurgreidda meðferð við offitu í dag þarf einstaklingur ekki bara að lifa með sjúkdómnum offitu heldur einnig að vera fjölveikur og með marga fylgikvilla. Þá þarf að endurmeta offitu á sex mánaða fresti á meðan t.d. sykursýki er endurmetin á þriggja ára fresti. Að hafa svo ströng skilyrði fyrir langvinnan sjúkdóm er ósanngjarnt. Við vitum að meðferð við offitu snýst ekki alltaf um þyngdartap, heldur að stöðva þyngdaraukningu, bæta blóðgildi, blóðþrýsting og heilsu almennt. Fólk getur aukið vöðvamassa og bætt líðan sína án þess að hafa náð þyngdartapi en þessi kerfisbundna krafa um 5 prósent þyngdartap innan 6 mánaða tímaramma passar ekki við það sem við vitum um gang sjúkdómsins.“ Meira en þriðjungur fullorðinna á Íslandi með offitu Dagmar segir rannsóknir sýna að rúmlega 1/3 fullorðinna Íslendinga lifi með offitu eða rúmlega 100.000 manns. Ef einnig eru talin með þau sem eru í ofþyngd eru það um 60% þjóðarinnar. Horfast þurfi í augu við að offita sé samfélagsvandamál sem fari vaxandi um allan heim. „Engu samfélagi í heiminum hefur tekist að snúa þróun offitu við og það bendir til þess að við séum að gera eitthvað rangt í grunnkerfum okkar þ.e. í mataræði, aðgengi og samfélagsvenjum, sem hefur áhrif á efnaskiptakerfi okkar sem nær þá ekki að starfa eðlilega,“ útskýrir Dagmar. „Tíðni offitu meðal barna hefur einnig aukist verulega á Íslandi – og það þrátt fyrir hátt hlutfall barna sem stunda íþróttir hér á landi. Þetta snýst ekki bara um hreyfingu heldur erfðamengi, samfélagslegt umhverfi og félagslega þætti.“ Heilbrigðara Ísland 2030 – sameiginlegt markmið „Við trúum að Ísland gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við en til þess þurfum við öll að leggja hönd á plóg,“ segir Dagmar en frá árinu 2023 hefur Novo Nordisk, til viðbótar við fræðslunámskeiðin fyrir heilbrigðisstarfsfólk, staðið fyrir fræðsluherferð fyrir almenning. Meðal annars hafa verið birt fræðslumyndbönd og hagnýtar upplýsingar á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Lögð er áhersla á að almenningur skilji hvernig streita, svefnleysi og samfélagslegt álag hafa áhrif á líkamsstarfsemina – og hvers vegna offita snýst ekki bara um að borða minna og hreyfa sig meira. „Öll höfum við einhvern nálægt okkur, eða höfum sjálf upplifað hvað það þýðir að lifa með offitu. Það þarf hugrekki til að leita sér hjálpar, en til þess þarf viðmótið í heilbrigðiskerfinu að vera manneskjulegt og lausnamiðað,“ segir Dagmar. „Við þurfum að hætta að nálgast offitu með skömm og fordómum og byrja að ræða hana sem það sem hún er – líffræðilegur og efnaskiptatengdur langvinnur sjúkdómur.“ Ísland sem fyrirmynd annarra Dagmar telur Ísland í sterkri stöðu til að verða fyrirmynd í meðferð og forvörnum gegn offitu. „Við höfum sterka íþróttamenningu, vel menntaða þjálfara og mikla þátttöku barna í hreyfingu. Við búum í ríku velferðarsamfélagi og ættum að nýta þá stöðu til að byggja upp betri framtíð.“ „Við eigum ekki að spyrja okkur hvort við höfum efni á þessu heldur hvort við höfum efni á að gera ekkert.“ „Offita tengist yfir tuttugu tegundum krabbameina, hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli og fjölmörgum öðrum kvillum. Það er svo mikils virði fyrir samfélagið að fólk sé lengur virkt og heilbrigt. Rannsóknir benda til að ef samfélagið nýtir tækifærin vel og dregur úr tíðni langvinnra sjúkdóma, getur verg landsframleiðsla aukist um allt að 3%,“ segir Dagmar. Það sé samfélagslega ábyrgt að ráðast í þetta verkefni því þótt fyrirbyggjandi aðgerðir krefjist mikillar vinnu í dag, séu þær langtímafjárfesting sem skili sér margfalt til baka.“ Viltu fræðast meira um sjúkdóminn offitu? Heimsæktu www.ofthyngd.is
Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira