Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Lovísa Arnardóttir skrifar 19. ágúst 2025 10:03 Flutningurinn tekur um tvo daga. Vísir/Getty Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032. Kirkjan er 113 ára gömul og er um 672 tonn. Hún er 40 metrar á hæð Hún hefur oft verið kosin fallegasta bygging Svíþjóðar. Kirkjunni hefur nú verið lyft á nokkra vöruflutningapalla sem er fjarstýrt og verður á tveimur dögum flutt um hálfan kílómetra á klukkustund í nýjan miðbæ Kiruna. Kirkjunni hefur verið komið upp á fjölda vöruflutningapalla sem er fjarstýrt. Vísir/Getty Hægt er að fylgjast með flutningunum í beinni vakt á sænska ríkissjónvarpinu SVT en þar svara sérfræðingar spurningum um flutninginn. Þar kemur til dæmis fram að biskup Svíþjóðar á svæðinu hafi blessað flutninginn í morgun áður en hann hófst. Þar kemur einnig fram að aðeins einn sé jarðsettur við kirkjuna, Hjalmar Lundbohm, og verður hann einnig fluttur síðar. Kirkjan var hönnuð af Gustaf Wikman að beiðni Hjalmars og er hönnunin innblásin af menningu Sama, en þeir upprunalega byggðu svæðið. Presturinn Lena Tjärnberg og biskupinn Åsa Nyström blessuði flutninginn áður en hann hófst. Vísir/Getty Flutningur kirkjunnar og bæjarins er ekki óumdeildur. Samar hafa fordæmt flutninginn en þeir hafa í þúsundir ára smalað hreindýrum á svæðinu. Samar hafa varað við því að stækkun námunnar geti haf slæm áhrif á leið hreindýranna á milli svæða auk þess sem það muni hafa slæm áhrif á atvinnumöguleika smalara á svæðinu. Þúsundir fylgjast með flutningi Búist er við því að allt að tíu þúsund muni heimsækja bæinn í dag og á morgun til að fylgjast með flutningi kirkjunnar. Meðal þeirra sem munu fylgjast með er Svíakonungur Karl Gústaf. Mikill fjöldi er í Kiruna til að fylgjast með flutningnum. Vísir/EPA Flutningurinn hefur verið í undirbúningi í um áratug en ástæða flutninganna er stækkun járngrýtisnámu LKAB sem er undir bænum. Undirstöður bæjarins hafa veikst samhliða stækkun námunnar og því er nauðsynlegt að flytja hann um nokkra kílómetra. Námufyrirtækið LKAB greiðir fyrir flutning kirkjunnar og er áætlað að hann kosti um 500 milljón sænskar krónur en til að hægt væri að flytja kirkjuna þurfti til dæmis að breikka vegina sem hún er flutt um. Kirkjan er almennt talin, og hefur verið kosin, ein fallegasta bygging Svíþjóðar. Vísir/EPA „Kirkjan er á einhvern hátt sál Kiruna og öruggur staður,“ er haft eftir Lenu Tjarnberg, presti í Kiruna, á vef Reuters. Hún segir þennan dag því gleðidag en að margir séu á sama tíma sorgmæddir að þeir þurfi að fara frá þeim stað þar sem kirkjan og miðbærinn er staðsettur á núna. Hægt er að lesa meira um flutninginn á vef LKAB og fylgjast með flutningi kirkjunnar í rauntíma hér á vef SVT. Svíþjóð Námuvinnsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Kirkjan er 113 ára gömul og er um 672 tonn. Hún er 40 metrar á hæð Hún hefur oft verið kosin fallegasta bygging Svíþjóðar. Kirkjunni hefur nú verið lyft á nokkra vöruflutningapalla sem er fjarstýrt og verður á tveimur dögum flutt um hálfan kílómetra á klukkustund í nýjan miðbæ Kiruna. Kirkjunni hefur verið komið upp á fjölda vöruflutningapalla sem er fjarstýrt. Vísir/Getty Hægt er að fylgjast með flutningunum í beinni vakt á sænska ríkissjónvarpinu SVT en þar svara sérfræðingar spurningum um flutninginn. Þar kemur til dæmis fram að biskup Svíþjóðar á svæðinu hafi blessað flutninginn í morgun áður en hann hófst. Þar kemur einnig fram að aðeins einn sé jarðsettur við kirkjuna, Hjalmar Lundbohm, og verður hann einnig fluttur síðar. Kirkjan var hönnuð af Gustaf Wikman að beiðni Hjalmars og er hönnunin innblásin af menningu Sama, en þeir upprunalega byggðu svæðið. Presturinn Lena Tjärnberg og biskupinn Åsa Nyström blessuði flutninginn áður en hann hófst. Vísir/Getty Flutningur kirkjunnar og bæjarins er ekki óumdeildur. Samar hafa fordæmt flutninginn en þeir hafa í þúsundir ára smalað hreindýrum á svæðinu. Samar hafa varað við því að stækkun námunnar geti haf slæm áhrif á leið hreindýranna á milli svæða auk þess sem það muni hafa slæm áhrif á atvinnumöguleika smalara á svæðinu. Þúsundir fylgjast með flutningi Búist er við því að allt að tíu þúsund muni heimsækja bæinn í dag og á morgun til að fylgjast með flutningi kirkjunnar. Meðal þeirra sem munu fylgjast með er Svíakonungur Karl Gústaf. Mikill fjöldi er í Kiruna til að fylgjast með flutningnum. Vísir/EPA Flutningurinn hefur verið í undirbúningi í um áratug en ástæða flutninganna er stækkun járngrýtisnámu LKAB sem er undir bænum. Undirstöður bæjarins hafa veikst samhliða stækkun námunnar og því er nauðsynlegt að flytja hann um nokkra kílómetra. Námufyrirtækið LKAB greiðir fyrir flutning kirkjunnar og er áætlað að hann kosti um 500 milljón sænskar krónur en til að hægt væri að flytja kirkjuna þurfti til dæmis að breikka vegina sem hún er flutt um. Kirkjan er almennt talin, og hefur verið kosin, ein fallegasta bygging Svíþjóðar. Vísir/EPA „Kirkjan er á einhvern hátt sál Kiruna og öruggur staður,“ er haft eftir Lenu Tjarnberg, presti í Kiruna, á vef Reuters. Hún segir þennan dag því gleðidag en að margir séu á sama tíma sorgmæddir að þeir þurfi að fara frá þeim stað þar sem kirkjan og miðbærinn er staðsettur á núna. Hægt er að lesa meira um flutninginn á vef LKAB og fylgjast með flutningi kirkjunnar í rauntíma hér á vef SVT.
Svíþjóð Námuvinnsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila