Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 17:02 Óttar Kolbeinsson er ekki par sáttur með afmæliskveðjur á ensku. Hann vill hafa þær á íslensku. Vísir/Vilhelm/Getty Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. „Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“ Facebook Tímamót Íslensk tunga Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“
Facebook Tímamót Íslensk tunga Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26