Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 20:01 Craig Pedersen kallar skipanir í sigri gegn Tyrkjum sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira