Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:25 Guðrún Aspelund, sóttvarnalækni, segir mikilvægt að fólk leiti sér ráðlegginga fyrir ferðalög þar sem moskítóflugur eru. vísir/Arnar Tæplega tíu ára drengur lést í vikunni á Landspítalanum úr malaríu en hann veiktist eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að meðaltali fjóra greinast með malaríu á hverju ári á Íslandi. Hún hvetur þá sem hyggja á ferðalög til ákveðinna svæða að leita sér ráðgjafar. Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira