Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 22. ágúst 2025 08:02 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun