Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Kópavogur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun