Fótbolti

Kefl­víkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi

Siggeir Ævarsson skrifar
Stefan Ljubicic skoraði eitt marka Keflavíkur í kvöld. Hann virðist eingöngu ætla að skora gegn Völsungi þetta sumarið.
Stefan Ljubicic skoraði eitt marka Keflavíkur í kvöld. Hann virðist eingöngu ætla að skora gegn Völsungi þetta sumarið. Vísir/Diego

Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sjö mörk í kvöld þegar liðið vann 7-2 stórsigur á Völsungi í Lengjudeildinni.

Keflvíkingar komust í 2-0 snemma leiks en gestirnir minnkuðu muninn í 2-1 á 26. mínútu en tvö mörk frá Keflvíkingum sitthvorumegin við hálfleikinn gerðu vonir Völsungs um endurkomu að engu.

Mörkin héldu áfram að koma á færibandi og urðu að lokum níu. Muhamed Alghoul skoraði tvö fyrir Keflavík í kvöld, aðrir minna.

Fyrir leikinn voru liðin í sjötta og sjöunda sæti um miðja deild en eftir þessi úrslit er ljóst að deildin er endanlega tvískipt enda munar nú tólf stigum á liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×