Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2025 16:07 Magnús vonar að einhver hafi séð þegar kofinn var fluttur burt og hafi samband. Aðsend Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. „Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband. Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband.
Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36
Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00