Sport

Dag­skráin: Bikar­meistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vestramaðurinn Fatai Gbadamosi fagnar með bikarinn sem Vestri vann um síðustu helgi.
Vestramaðurinn Fatai Gbadamosi fagnar með bikarinn sem Vestri vann um síðustu helgi. Vísir/Ernir Eyjólfsson

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

Bikarmeistarar Vestra heimsækja Víkings í Víkina í Bestu deild karla á sama tíma og liðið sem þeir unnu, Valur, fær nýliða Aftureldinga í heimsókn. Valur er á toppnum í deildinni en það gæti breyst í kvöld.

Stúkan mun síðan gera upp alla umferðina eftir leikinn.

VARsjáin er á dagskrá í kvöld þar sem Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni á glettinn og gáskafullan hátt.

Leikur Wolves og West Ham í enska deildbikarnum verður sýndur beint sem og fróðlegur leikur Celtic í Kaskstan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en nú er barist um eftirsótt sæti í riðlakeppninni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Vals og Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta.

Klukkan 21.25 hefst Stúkan þar sem síðasta umferð í Bestu deild karla í fótbolta verður gerð upp.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Víkings og Vestra í Bestu deild karla í fótbolta.

Sýn Sport

Klukkan 16.35 hefst bein útsending frá leik Kairat Almaty og Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 20.00 hefst VARsjáin sem er skemmtiþáttur um ensku úrvalsdeildina.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.25 hefst bein útsending frá leik Wolves og West Ham í enska deildabikarnum í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×