Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 09:09 Vanda var áður formaður KSÍ en er núna lektor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. Vanda ræddi agaleysi meðal barna, samfélagsmiðlanotkun þeirra og takmarkaða samkennd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir það tilfinningu hennar, og annarra sem hún hittir að, agaleysið sé meira. Það sé einnig meira skeytingarleysi gagnvart öðrum og algengara að börn séu með fordóma eins og kvenfyrirlitningu. Vanda segir þetta þó ekki einungis tilfinningu, heldur komi þetta líka fram í ýmsum tölum. Það séu fleiri tilkynningar til barnaverndar um ofbeldi, það séu fleiri tilkynningar um einelti. Þá hafi niðurstöður síðustu PISA könnunar sýnt að nemendur í íslenskum skóla voru fjórðu neðstu þegar mæld var samkennd. Vanda segir þetta það alvarlegasta í niðurstöðum könnunarinnar að hennar mati. Niðurstöður um lestur og lesskilning hafi vissulega verið alvarlegar en skortur á samkennd hafi einnig alvarleg áhrif á námsárangur. „Það er erfiðara að kenna, það er erfiðara að læra í hópum þar sem er lítil samkennd. Þar sem er ekki samstaða í bekknum og þar sem er ekki virðing í samskiptum. Í svona hópum brýst upp allskonar,“ segir Vanda sem ræddi vanda barna og lausnir við þeim í morgun. Fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm Hún segir gott að muna að ef það er lítil samkennd hjá börnum er það líklega þannig að hana skorti líklega hjá fleirum. Það þurfi ekki að gera meira en að opna samfélagsmiðla til að sjá það og fullorðið fólk þurfi því að líta í eigin barm. Góðu fréttirnar séu þó þær að það sé hægt að kenna samkennd. Vanda segir hegðun Íslendinga stundum eins og pendúl sem fari frá einum öfgum í aðrar öfgar. Eitt sinn hafi uppeldi barna verið of harkalegt. Börnum hafi verið refsað og þau lamin ef þau hegðuðu sér ekki vel. Í dag séum við svo í öfugum enda og það skorti aga. „Við hefðum átt að stoppa þarna einhvers staðar í jákvæðum aga og skýrum römmum og jákvæðum afleiðingum. Við hefðum átt að stoppa þar en við gerðum það ekki og fórum í alveg hinn endann.“ Hún segir börnum ekki líða vel við þessar aðstæður og það sé mikil þörf að taka á þessu. Það sé ekki hægt að benda á einhvern einn, kennara, foreldra eða börnin sjálf, heldur sé þetta samfélagslegt vandamál og það séu til lausnir en það þurfi allir að vinna að þeim saman. Annars muni ekkert breytast. Vanda segir samfélagsmiðlanotkun til dæmis spila inn í og það sé best ef að foreldrar yngri barna taki sig saman um að leyfa þeim ekki að nota þá. Það séu börn að útskrifast úr grunnskóla núna sem erfitt sé að taka samfélagsmiðlana af en það sé hægt að byrja á þeim sem séu ekki komin með aðgang að þeim. Samfélagið þurfi að taka U-beygju Vanda sér iðulega um fræðslu fyrir foreldra og segir að á einu slíku kvöldi fyrir foreldra í Hvassaleitisskóla hafi ein móðir velt því fram að eftir tuttugu ár muni enginn skilja hvað fólk hafi verið að spá að afhenda börnum svona tæki algjörlega rammalaust og önnur sagðist nýbúin að átta sig á því að það væru þrír að sjá um uppeldi barnsins. „Ég, maðurinn minn og algóritminn.“ Vanda segir áríðandi að hið opinbera komi inn með stuðning í svona verkefni en þetta sé vel gerlegt og nefnir til dæmis Kanada. Þar sé fólk svakaleg kurteisi og mjög tillitsamt. „Þetta er menning þjóðar og hún er ekki meðfædd,“ segir Vanda. Það sé hægt að kenna þetta eins og annað. Vanda segir ósanngjarnt að skella skuldinni alltaf á skólann þegar talað er um börn. Þetta sé samvinnuverkefni heimilis og skóla og það þurfi allir að taka ábyrgð. Foreldrar þurfi að stíga niður fæti og aðstoða kennara og þjálfara að vinna með börnum. „Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að taka U-beygju út úr þessari vegferð sem við erum á og tölurnar sýna að er ekki góð.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Símanotkun barna Íþróttir barna Samfélagsmiðlar Bítið PISA-könnun Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Vanda ræddi agaleysi meðal barna, samfélagsmiðlanotkun þeirra og takmarkaða samkennd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir það tilfinningu hennar, og annarra sem hún hittir að, agaleysið sé meira. Það sé einnig meira skeytingarleysi gagnvart öðrum og algengara að börn séu með fordóma eins og kvenfyrirlitningu. Vanda segir þetta þó ekki einungis tilfinningu, heldur komi þetta líka fram í ýmsum tölum. Það séu fleiri tilkynningar til barnaverndar um ofbeldi, það séu fleiri tilkynningar um einelti. Þá hafi niðurstöður síðustu PISA könnunar sýnt að nemendur í íslenskum skóla voru fjórðu neðstu þegar mæld var samkennd. Vanda segir þetta það alvarlegasta í niðurstöðum könnunarinnar að hennar mati. Niðurstöður um lestur og lesskilning hafi vissulega verið alvarlegar en skortur á samkennd hafi einnig alvarleg áhrif á námsárangur. „Það er erfiðara að kenna, það er erfiðara að læra í hópum þar sem er lítil samkennd. Þar sem er ekki samstaða í bekknum og þar sem er ekki virðing í samskiptum. Í svona hópum brýst upp allskonar,“ segir Vanda sem ræddi vanda barna og lausnir við þeim í morgun. Fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm Hún segir gott að muna að ef það er lítil samkennd hjá börnum er það líklega þannig að hana skorti líklega hjá fleirum. Það þurfi ekki að gera meira en að opna samfélagsmiðla til að sjá það og fullorðið fólk þurfi því að líta í eigin barm. Góðu fréttirnar séu þó þær að það sé hægt að kenna samkennd. Vanda segir hegðun Íslendinga stundum eins og pendúl sem fari frá einum öfgum í aðrar öfgar. Eitt sinn hafi uppeldi barna verið of harkalegt. Börnum hafi verið refsað og þau lamin ef þau hegðuðu sér ekki vel. Í dag séum við svo í öfugum enda og það skorti aga. „Við hefðum átt að stoppa þarna einhvers staðar í jákvæðum aga og skýrum römmum og jákvæðum afleiðingum. Við hefðum átt að stoppa þar en við gerðum það ekki og fórum í alveg hinn endann.“ Hún segir börnum ekki líða vel við þessar aðstæður og það sé mikil þörf að taka á þessu. Það sé ekki hægt að benda á einhvern einn, kennara, foreldra eða börnin sjálf, heldur sé þetta samfélagslegt vandamál og það séu til lausnir en það þurfi allir að vinna að þeim saman. Annars muni ekkert breytast. Vanda segir samfélagsmiðlanotkun til dæmis spila inn í og það sé best ef að foreldrar yngri barna taki sig saman um að leyfa þeim ekki að nota þá. Það séu börn að útskrifast úr grunnskóla núna sem erfitt sé að taka samfélagsmiðlana af en það sé hægt að byrja á þeim sem séu ekki komin með aðgang að þeim. Samfélagið þurfi að taka U-beygju Vanda sér iðulega um fræðslu fyrir foreldra og segir að á einu slíku kvöldi fyrir foreldra í Hvassaleitisskóla hafi ein móðir velt því fram að eftir tuttugu ár muni enginn skilja hvað fólk hafi verið að spá að afhenda börnum svona tæki algjörlega rammalaust og önnur sagðist nýbúin að átta sig á því að það væru þrír að sjá um uppeldi barnsins. „Ég, maðurinn minn og algóritminn.“ Vanda segir áríðandi að hið opinbera komi inn með stuðning í svona verkefni en þetta sé vel gerlegt og nefnir til dæmis Kanada. Þar sé fólk svakaleg kurteisi og mjög tillitsamt. „Þetta er menning þjóðar og hún er ekki meðfædd,“ segir Vanda. Það sé hægt að kenna þetta eins og annað. Vanda segir ósanngjarnt að skella skuldinni alltaf á skólann þegar talað er um börn. Þetta sé samvinnuverkefni heimilis og skóla og það þurfi allir að taka ábyrgð. Foreldrar þurfi að stíga niður fæti og aðstoða kennara og þjálfara að vinna með börnum. „Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að taka U-beygju út úr þessari vegferð sem við erum á og tölurnar sýna að er ekki góð.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Símanotkun barna Íþróttir barna Samfélagsmiðlar Bítið PISA-könnun Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira