Metaregn í hlýindum á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 10:07 Drengur að leik í gosbrunni í hlýindunum í maí. Mesta hitabylgja sem vitað er um í maí setti svip sinn á mánuðinn. Vísir/Anton Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað. Veður Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira