Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2025 15:46 Sveinn Magnússon var á sínum tíma skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Stjórnarráðið Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira