Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 14:25 Martin Hermannsson var afar ólíkur sjálfum sér í dag og það hafði mikil áhrif á leik íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. Íslenska liðið hitti ekki vel en verst af öllu var að það vantaði ákefðina, orkuna og kraftinn þegar á móti blés í seinni hálfleiknum. Lykilmenn virkuðu þá þreytulegir og ef það er eitthvað sem má ekki vanta þá er það íslenska geðveikin. Stærsta saga leiksins fyrir íslenska liðið var hins vegar frammistaða besta og reyndasta leikmanns liðsins. Martin Hermannsson átti því miður algjörlega hauskúpuleik. Hann hitti ekkert og hjálpaði lítið ekki síst þegar hann virtist missa kjarkinn og trúna í seinni hálfleik. Ísraelsmenn lögðu mikla áherslu á að loka á Martin og það gekk fullkomlega upp hjá honum. Martin endaði með mínus framlag og fjórtán prósent skotnýtingu (2 af 14) í einum versta landsleik sínum á ferlinum. Það jákvæða að nú er eina leiðin upp á við. Þjálfarateymið notaði lengstum bara átta menn en ein bjartasta vonin var innkoma hins unga Hilmars Smára Henningssonar í lokin. Það þurfti orku og sjálfstraust í sóknarleik íslenska liðsins og þessi ungi strákur sýndi að hann á skilið fleiri mínútur. Það var mikið á herðum Tryggva Snæs Hlinasonar og hann skilaði flottum tölum. Hann var besti maður liðsins og ungir strákar átti ágæta spretta. Reynslumeiri leikmenn geta miklu betur og vita það best sjálfir. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 3 17 stig á 30:20 mínútum (PlúsMínus: -18 Framlag: +15)Stigahæstur í íslenska liðinu. Áræðinn og óhræddur eins og hann er þekktur fyrir. Leyfði ísraelsku vörninni aldrei að slaka á og var kominn með níu stig í fyrsta leikhluta. Hitti ekki vel og það hjálpaði ekki til í stoðsendingunum að skyttur íslenska liðsins voru heldur ekki að hitta. Martin Hermannsson, bakvörður 1 4 stig á 29:07 mínútum (PlúsMínus: -25 Framlag: -2) Gríðarleg vonbrigði enda var okkar besti maður mjög ólíkur sjálfum sér. Verst var að sjá líkamstjáninguna í seinni hálfleiknum. Klikkaði á sex fyrstu skotunum sínum en vera hans á vellinum opnaði vissulega mikið fyrir aðra því Ísraelsmenn lögðu ofurkapp á að loka á hann. Fyrsta karfan hans kom eftir fjórtán mínútur og var langþráð en breytti litlu. Klikkaði á níu af tíu skotum sínum í fyrri hálfleiknum og var ekki sannfærandi í vörninni. Það gekk ekkert og í seinni hálfleik þá reyndi hann lítið eins og hann væri búinn að sætta sig við að þetta væri ekki hans dagur. Jón Axel Guðmundsson, framherji 3 8 stig á 27:41 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: +5) Var með betri leikmönnum íslenska liðsins. Lenti snemma í villuvandræðum en þorir alltaf að gera hlutina. Sækir á körfuna, sækir villur og sækir fráköst. Er líka fínn varnarlega og afar mikilvægur fyrir heildarjafnvægið í liðinu. Orri Gunnarsson, framherji 3 5 stig á 14:46 mínútum (PlúsMínus: -20 Framlag: +8) Barðist vel og reyndi að nýta alla sína sentimetra í krefjandi aðstæðum út um allan völl. Ísraelar reyndu að sækja á hann ekki síst þegar þeir voru búnir að teyma Tryggva út úr teignum. Það var engin óskastaða en Orri var að gera ágætlega í frumraun sinni á stærsta sviðinu. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 4 13 stig og 14 fráköst á 36:20 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: +16) Besti maður íslenska liðsins þótt það gengi alls ekki allt upp hjá honum. Var ekki að taka góðar ákvarðanir inn í teig í byrjun leiks og tapaði boltanum of oft. Óx ásmegin með hverri mínútu, náði tveimur tröllatroðslum og var kominn með 9 stig og 11 fráköst í hálfleik. Fékk tvær villur í fyrri hálfleik en slapp við þá þriðju. Lenti í vandræðum þegar Roman Sorkin fór að setja niður þrista en er auðvitað bestur inn í teig en ekki að hlaupa út í skyttur. Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 2 0 stig á 17:39 mínútum (PlúsMínus: +3 Framlag: +1) Kom inn með sinn kraft og baráttu auk þess að taka góðar og skynsamar ákvarðanir í sókninni. Vörnin lagaðist mikið þegar hann kom inn. Var að reyna að búa til hluti þegar Martin varð ragur og óákveðinn en hitti ekkert. Við elskum baráttuna og varnarleikinn en hann verður að bjóða upp á eitthvað meira í sóknarleiknum Kristinn Pálsson, framherji 3 7 stig á 17:34 mínútum (PlúsMínus: +5 Framlag: +6) Var fljótur að setja niður þrist og opna með því völlinn fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið var í plús með hann inn á vellinum sem segir mikið um mikilvægi hans fyrir jafnvægið í liðinu Styrmir Snær Þrastarson, framherji 3 8 stig á 12:00 mínútum (PlúsMínus: +17 Framlag: +13) Kom vel inn í leikinn með góða orku. Grimmur á eftir öllum lausum boltum en helst til ragur í sókninni í fyrri hálfleik. Betra að sjá hann á þeim helmingi í seinni en við verðum að fá aðeins meira. Liðinu gekk þó betur með hann inn á gólfinu og hann skoraði góðar körfur í lokin. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 4 9 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus: +5 Framlag: +11) Ef það var einhver leikmaður íslenska liðsins sem öskrar á fleiri mínútur þá var það Hilmar. Hann kom seint inn á í fjórða leihklutanum en skoraði fjórar góðar og margs konar körfur á lokakaflanum. Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður - 0 stig á 4:33 mínútum (PlúsMínus: +6 Framlag: -2) Almar Orri Atlason, framherji - 0 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus: +3 Framlag: -2) Kári Jónsson, bakvörður - 0 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus:+3 Framlag: +2) Craig Pedersen, þjálfari 2 Leikurinn var svo sem ágætlega lagður upp og eftir ágætan fyrri hálfleik var allt til alls til að gera eitthvað í seinni hálfleik. Hræðileg byrjun á seinni hálfleikinn skrifast þó að stórum hluta á þjálfarateymið. Liðið kom flatt inn í seinni hálfleikinn og henti frá sér alvöru möguleika á því að ná einhverju út úr þessum leik. Nú er að byggja liðið upp fyrir Belgaleikinn, dæla inn orku og trú í íslenska liðið. Sú staðreynd að hann gat ekki notað Hilmar Smára meira er dæmi um þjálfara sem þarf að horfa meira til framtíðar en á það sem gerðist á síðustu árum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
Íslenska liðið hitti ekki vel en verst af öllu var að það vantaði ákefðina, orkuna og kraftinn þegar á móti blés í seinni hálfleiknum. Lykilmenn virkuðu þá þreytulegir og ef það er eitthvað sem má ekki vanta þá er það íslenska geðveikin. Stærsta saga leiksins fyrir íslenska liðið var hins vegar frammistaða besta og reyndasta leikmanns liðsins. Martin Hermannsson átti því miður algjörlega hauskúpuleik. Hann hitti ekkert og hjálpaði lítið ekki síst þegar hann virtist missa kjarkinn og trúna í seinni hálfleik. Ísraelsmenn lögðu mikla áherslu á að loka á Martin og það gekk fullkomlega upp hjá honum. Martin endaði með mínus framlag og fjórtán prósent skotnýtingu (2 af 14) í einum versta landsleik sínum á ferlinum. Það jákvæða að nú er eina leiðin upp á við. Þjálfarateymið notaði lengstum bara átta menn en ein bjartasta vonin var innkoma hins unga Hilmars Smára Henningssonar í lokin. Það þurfti orku og sjálfstraust í sóknarleik íslenska liðsins og þessi ungi strákur sýndi að hann á skilið fleiri mínútur. Það var mikið á herðum Tryggva Snæs Hlinasonar og hann skilaði flottum tölum. Hann var besti maður liðsins og ungir strákar átti ágæta spretta. Reynslumeiri leikmenn geta miklu betur og vita það best sjálfir. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 3 17 stig á 30:20 mínútum (PlúsMínus: -18 Framlag: +15)Stigahæstur í íslenska liðinu. Áræðinn og óhræddur eins og hann er þekktur fyrir. Leyfði ísraelsku vörninni aldrei að slaka á og var kominn með níu stig í fyrsta leikhluta. Hitti ekki vel og það hjálpaði ekki til í stoðsendingunum að skyttur íslenska liðsins voru heldur ekki að hitta. Martin Hermannsson, bakvörður 1 4 stig á 29:07 mínútum (PlúsMínus: -25 Framlag: -2) Gríðarleg vonbrigði enda var okkar besti maður mjög ólíkur sjálfum sér. Verst var að sjá líkamstjáninguna í seinni hálfleiknum. Klikkaði á sex fyrstu skotunum sínum en vera hans á vellinum opnaði vissulega mikið fyrir aðra því Ísraelsmenn lögðu ofurkapp á að loka á hann. Fyrsta karfan hans kom eftir fjórtán mínútur og var langþráð en breytti litlu. Klikkaði á níu af tíu skotum sínum í fyrri hálfleiknum og var ekki sannfærandi í vörninni. Það gekk ekkert og í seinni hálfleik þá reyndi hann lítið eins og hann væri búinn að sætta sig við að þetta væri ekki hans dagur. Jón Axel Guðmundsson, framherji 3 8 stig á 27:41 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: +5) Var með betri leikmönnum íslenska liðsins. Lenti snemma í villuvandræðum en þorir alltaf að gera hlutina. Sækir á körfuna, sækir villur og sækir fráköst. Er líka fínn varnarlega og afar mikilvægur fyrir heildarjafnvægið í liðinu. Orri Gunnarsson, framherji 3 5 stig á 14:46 mínútum (PlúsMínus: -20 Framlag: +8) Barðist vel og reyndi að nýta alla sína sentimetra í krefjandi aðstæðum út um allan völl. Ísraelar reyndu að sækja á hann ekki síst þegar þeir voru búnir að teyma Tryggva út úr teignum. Það var engin óskastaða en Orri var að gera ágætlega í frumraun sinni á stærsta sviðinu. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 4 13 stig og 14 fráköst á 36:20 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: +16) Besti maður íslenska liðsins þótt það gengi alls ekki allt upp hjá honum. Var ekki að taka góðar ákvarðanir inn í teig í byrjun leiks og tapaði boltanum of oft. Óx ásmegin með hverri mínútu, náði tveimur tröllatroðslum og var kominn með 9 stig og 11 fráköst í hálfleik. Fékk tvær villur í fyrri hálfleik en slapp við þá þriðju. Lenti í vandræðum þegar Roman Sorkin fór að setja niður þrista en er auðvitað bestur inn í teig en ekki að hlaupa út í skyttur. Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 2 0 stig á 17:39 mínútum (PlúsMínus: +3 Framlag: +1) Kom inn með sinn kraft og baráttu auk þess að taka góðar og skynsamar ákvarðanir í sókninni. Vörnin lagaðist mikið þegar hann kom inn. Var að reyna að búa til hluti þegar Martin varð ragur og óákveðinn en hitti ekkert. Við elskum baráttuna og varnarleikinn en hann verður að bjóða upp á eitthvað meira í sóknarleiknum Kristinn Pálsson, framherji 3 7 stig á 17:34 mínútum (PlúsMínus: +5 Framlag: +6) Var fljótur að setja niður þrist og opna með því völlinn fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið var í plús með hann inn á vellinum sem segir mikið um mikilvægi hans fyrir jafnvægið í liðinu Styrmir Snær Þrastarson, framherji 3 8 stig á 12:00 mínútum (PlúsMínus: +17 Framlag: +13) Kom vel inn í leikinn með góða orku. Grimmur á eftir öllum lausum boltum en helst til ragur í sókninni í fyrri hálfleik. Betra að sjá hann á þeim helmingi í seinni en við verðum að fá aðeins meira. Liðinu gekk þó betur með hann inn á gólfinu og hann skoraði góðar körfur í lokin. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 4 9 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus: +5 Framlag: +11) Ef það var einhver leikmaður íslenska liðsins sem öskrar á fleiri mínútur þá var það Hilmar. Hann kom seint inn á í fjórða leihklutanum en skoraði fjórar góðar og margs konar körfur á lokakaflanum. Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður - 0 stig á 4:33 mínútum (PlúsMínus: +6 Framlag: -2) Almar Orri Atlason, framherji - 0 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus: +3 Framlag: -2) Kári Jónsson, bakvörður - 0 stig á 3:20 mínútum (PlúsMínus:+3 Framlag: +2) Craig Pedersen, þjálfari 2 Leikurinn var svo sem ágætlega lagður upp og eftir ágætan fyrri hálfleik var allt til alls til að gera eitthvað í seinni hálfleik. Hræðileg byrjun á seinni hálfleikinn skrifast þó að stórum hluta á þjálfarateymið. Liðið kom flatt inn í seinni hálfleikinn og henti frá sér alvöru möguleika á því að ná einhverju út úr þessum leik. Nú er að byggja liðið upp fyrir Belgaleikinn, dæla inn orku og trú í íslenska liðið. Sú staðreynd að hann gat ekki notað Hilmar Smára meira er dæmi um þjálfara sem þarf að horfa meira til framtíðar en á það sem gerðist á síðustu árum.
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira