„Verðum að geta skotið betur“ Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 14:26 Craig Pedersen á leiknum við Ísrael í dag, með Viðar Örn Hafsteinsson sér til aðstoðar. vísir/Hulda Margrét „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. Craig ræddi við Val Pál Eiríksson strax eftir leik og má sjá viðtalið hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið gegn Ísrael „Auðvitað líður mér ekkert frábærlega en mér fannst við spila fínan leik. Við bjuggum til mikið af góðum skotfærum en verðum að geta skotið betur. Líkamlegur styrkur þeirra hafði sitt að segja í leiknum. Stóru mennirnir þeirra tveir tóku svolítið yfir leikinn,“ sagði Craig en Ísrael vann leikinn 83-71. „Við getum ekki alltaf búið til skot innan teigs svo þegar við fáum góð færi fyrir utan þriggja stiga línuna verðum við að nýta þau betur. Við áttum góðan leik en skutum ekki nógu vel,“ sagði Craig. Aðeins munaði fjórum stigum í hálfleik, 36-32, en Ísrael stakk svo af í byrjun seinni hálfleiks: „Þeir náðu nokkrum auðveldum körfum og bjuggu sér til þetta forskot. Það kostar mikla orku að vinna það upp, og svo náðu þeir aftur spretti. En núna er þetta byrjað. Taugatitringurinn farinn. Vonandi getum við áfram skapað svona skotfæri í hinum leikjunum. Ísrael gerði vel í að koma boltanum þangað sem liðið vildi, nálægt körfunni, með sínum líkamlega styrk. Þeir eru ekki bara með einn stóran og sterkan mann heldur marga, og þeir nýttu það í byrjun þriðja leikhluta,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð. 28. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Craig ræddi við Val Pál Eiríksson strax eftir leik og má sjá viðtalið hér að neðan. Klippa: Craig eftir tapið gegn Ísrael „Auðvitað líður mér ekkert frábærlega en mér fannst við spila fínan leik. Við bjuggum til mikið af góðum skotfærum en verðum að geta skotið betur. Líkamlegur styrkur þeirra hafði sitt að segja í leiknum. Stóru mennirnir þeirra tveir tóku svolítið yfir leikinn,“ sagði Craig en Ísrael vann leikinn 83-71. „Við getum ekki alltaf búið til skot innan teigs svo þegar við fáum góð færi fyrir utan þriggja stiga línuna verðum við að nýta þau betur. Við áttum góðan leik en skutum ekki nógu vel,“ sagði Craig. Aðeins munaði fjórum stigum í hálfleik, 36-32, en Ísrael stakk svo af í byrjun seinni hálfleiks: „Þeir náðu nokkrum auðveldum körfum og bjuggu sér til þetta forskot. Það kostar mikla orku að vinna það upp, og svo náðu þeir aftur spretti. En núna er þetta byrjað. Taugatitringurinn farinn. Vonandi getum við áfram skapað svona skotfæri í hinum leikjunum. Ísrael gerði vel í að koma boltanum þangað sem liðið vildi, nálægt körfunni, með sínum líkamlega styrk. Þeir eru ekki bara með einn stóran og sterkan mann heldur marga, og þeir nýttu það í byrjun þriðja leikhluta,“ sagði Craig en viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð. 28. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð. 28. ágúst 2025 11:19