Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 14:44 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins. Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins.
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira