Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:30 Hafdís Huld var í ár útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hún er sjálf búsett í Mosfellsdal. Helga Dögg Reynisdóttir Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi. í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman. Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman.
Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira