„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 12:30 Tryggvi Snær Hlinason er erfiður viðureignar. vísir / hulda margrét Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira