Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2025 07:00 Kjúklingarækt í Maryland í Bandaríkjunum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Getty Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. MAST sektaði ræktandann eftir að eftirlitsdýralæknir sá lifandi fugl með opið vængbrot hangandi á sláturlínu ræktandans. MAST vísaði til þess að um endurtekið brot væri að ræða. Þetta hefði gerst 42 sinnum árið 2022 og 2023. Fyrirtækið hafi í júlí 2022 verið varað við sektum yrði ekki brugðist við. Ræktandinn, sem ekki er nefndur á nafn í úrskurðinum, mótmælti því að kjúklingurinn hefði verið sýnilega særður þegar hann var settur á upphengjur. Ráðuneytið vísaði til markmiða laga um velferð dýra, sérstaklega með tilliti til alifugla auk reglugerðar um vernd dýra við aflífun. Þá lægi fyrir að endurtekin brot gætu leitt til sekta. Ráðuneytið sagði að gera yrði ráð fyrir því að starfsfólk ræktandans, sem væri vant því að meðhöndla dýrin, sæi þegar fugl með opið beinbrot væri hengdur á sláturlína. Ekki væri um innri meiðsli að ræða. Dýr með opið beinbrot yrði að teljast sýnilega sært. Um ítrekað brot væri að ræða miðað við fyrri skýrslur. Að því sögðu taldi ráðuneytið að MAST hefði verið heimilt að sekta ræktandann. Ráðuneytið áréttaði þó við Matvælastofnun að byggja fullyrðingar sínar á fyrirliggjandi gögnum en ekki getgátum. Vísaði ráðuneytið þar til ákvörðunarbréfs stofnunarinnar í apríl 2024 þar sem stofnunin sagði að ætla yrði að fuglarnir væru mun fleiri. „Rétt er að stofnunin haldi sig við staðreyndir sem byggja á gögnum málsins við töku ákvarðana og komi ekki á framfæri ályktunum sem ekki eru studdar slíkum gögnum,“ segir í niðurstöðu ráðuneytisins. Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
MAST sektaði ræktandann eftir að eftirlitsdýralæknir sá lifandi fugl með opið vængbrot hangandi á sláturlínu ræktandans. MAST vísaði til þess að um endurtekið brot væri að ræða. Þetta hefði gerst 42 sinnum árið 2022 og 2023. Fyrirtækið hafi í júlí 2022 verið varað við sektum yrði ekki brugðist við. Ræktandinn, sem ekki er nefndur á nafn í úrskurðinum, mótmælti því að kjúklingurinn hefði verið sýnilega særður þegar hann var settur á upphengjur. Ráðuneytið vísaði til markmiða laga um velferð dýra, sérstaklega með tilliti til alifugla auk reglugerðar um vernd dýra við aflífun. Þá lægi fyrir að endurtekin brot gætu leitt til sekta. Ráðuneytið sagði að gera yrði ráð fyrir því að starfsfólk ræktandans, sem væri vant því að meðhöndla dýrin, sæi þegar fugl með opið beinbrot væri hengdur á sláturlína. Ekki væri um innri meiðsli að ræða. Dýr með opið beinbrot yrði að teljast sýnilega sært. Um ítrekað brot væri að ræða miðað við fyrri skýrslur. Að því sögðu taldi ráðuneytið að MAST hefði verið heimilt að sekta ræktandann. Ráðuneytið áréttaði þó við Matvælastofnun að byggja fullyrðingar sínar á fyrirliggjandi gögnum en ekki getgátum. Vísaði ráðuneytið þar til ákvörðunarbréfs stofnunarinnar í apríl 2024 þar sem stofnunin sagði að ætla yrði að fuglarnir væru mun fleiri. „Rétt er að stofnunin haldi sig við staðreyndir sem byggja á gögnum málsins við töku ákvarðana og komi ekki á framfæri ályktunum sem ekki eru studdar slíkum gögnum,“ segir í niðurstöðu ráðuneytisins.
Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira