Sport

Dag­skráin: Manchester United í Doc Zone, for­múla og Bestu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Zone er lifandi leikdagsþáttur þar sem enginn annar en Dr. Football sjálfur, Hjörvar Hafliðason, fer með fótboltann undir hnífinn.
Doc Zone er lifandi leikdagsþáttur þar sem enginn annar en Dr. Football sjálfur, Hjörvar Hafliðason, fer með fótboltann undir hnífinn. Sýn Sport

Það eru margar beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Doc Zone er að sjálfsögðu á sínum stað og að þessu sinni verður leikur Manchester United og Burnley í gangi á sama tíma. Laugardagsmörkin munu einnig sýna öll mörkin eftir að leikjunum lýkur.

Alls verða sex leikir sýndur beint í ensku úrvalsdeildinni en það verður einnig sýnt frá leikjum í ensku b-deildinni og úr þýsku deildunum.

Lokaleikir fimmtándu umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta verða sýndir beint og á eftir þá verður öll umferðin gerð upp í Bestu mörkunum.

Það verður sýnt frá tveimur golfmótum, tímatöku fyrir Hollandskappaksturinn í formúlu og kvöldið endar með útsendingu frá Nascar Xfinity kappakstrinum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá leik FHL og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 16.50 hefst bein útsending frá leik Þór/KA og Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 19.00 hefjast Bestu mörkin þar sem fimmtánda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta verður gerð upp.

Sýn Sport

Klukkan 11.10 hefst beint útsending frá leik Chelsea og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 13.40 hefst Doc Zone þar sem Hjörvar Hafliðason og félagar fylgjast með gangi mála í fótboltanum í Englandi og annars staðar.

Klukkan 16.20 hefst beint útsending frá leik Leeds og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 2

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Man. Utd. og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 16.05 hefjast Laugardagsmörkin þar sem sýnd verða öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni.

SÝN Sport 3

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Tottenham og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Wolves og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 19.00 hefst útsending frá FM Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni.

SÝN Sport 5

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Sunderland og Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 6

Klukkan 10.30 hefst útsending frá Omega European Masters golfmótinu á DP World mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 09.25 hefst bein útsending frá þriðju æfingu fyrir Hollandskappakstrinum í formúlu 1.

Klukkan 12.55 hefst bein útsending frá tímatöku fyrir Hollandskappakstrinum í formúlu 1.

Klukkan 14.00 hefst bein útsending frá leik Millwall og Wrexham í ensku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 16.20 hefst bein útsending frá leik Augsburg og Bayern München í þýsku Bundesligunni í fótbolta.

Klukkan 18.30 hefst bein útsending frá leik Düsseldorf og Karlsruher SC í þýsku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá Pacific Office Automation 147 kappakstrinum í Nascar Xfinity mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×