Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 31. ágúst 2025 15:56 Vestramenn hefðu þurft sigur til að halda sér í efri hlutanum. vísir/Diego KR náði í stig á útivelli á móti nýkrýndum bikarmeisturum Vestra í dag en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði. Vladimir Tufegdzic kom Vestra í 1-0 á 18. mínútu en Aron Þórður Albertsson jafnaði metin fyrir KR rétt fyrir hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð. KR er fyrir vikið þremur stigum frá fallsæti þar sem Mosfellingar töpuðu á sama tíma. Vestramenn misstu aftur á móti Eyjamenn upp fyrir sig og er því nú í neðri hluta deildarinnar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Besta deild karla Vestri KR
KR náði í stig á útivelli á móti nýkrýndum bikarmeisturum Vestra í dag en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði. Vladimir Tufegdzic kom Vestra í 1-0 á 18. mínútu en Aron Þórður Albertsson jafnaði metin fyrir KR rétt fyrir hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð. KR er fyrir vikið þremur stigum frá fallsæti þar sem Mosfellingar töpuðu á sama tíma. Vestramenn misstu aftur á móti Eyjamenn upp fyrir sig og er því nú í neðri hluta deildarinnar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn