Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Það var gaman hjá Anníe Mist Þórisdóttur og Katrín Tönju Davíðsdóttur en það var heldur ekkert gefið eftir. @anniethorisdottir Vinkonurnar og CrossFit goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru núna báðar ófrískar á sama tíma. Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher) CrossFit Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher)
CrossFit Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira