Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 20:01 Tvíburasysturnar Marín Ösp (t.v.) og Bríet Irma Ómarsdætur fæddust árið 2000 en Bríet (t.h.) féll frá í vikunni aðeins 24 ára. Hér má sjá þær á jólunum árið 2023. Facebook Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. Systurnar lýsa í samtali við Vísi að Bríet hafi reynt við endurhæfingu og meðferð sem hafi þó aldrei skilað miklum árangri. Þær gagnrýna enn fremur stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, þar sem tíðni sjálfsvíga er hærri. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Það voru engar framfarir“ „Við erum enn þá í áfalli,“ segir Marín Ösp Ómarsdóttir, tvíburasystir Bríetar, í samtali við fréttastofu en hún minntist systur sinnar heitinnar í færslu á Facebook í dag. „Þetta kom öllum á óvart.“ Í raun sé samfélagið allt á Fáskrúðsfirði í áfalli eftir fráfall Bríetar, sem skilur eftir sig þriggja ára dóttur, Atalíu Örk. Jóna, móðir systranna, með dóttur sinni og ömmubarninu.Facebook „Við fengum aldrei neina greiningu á veikindunum hennar,“ útskýrir Marín, sem lýsir því hvernig Bríet hafi bæði glímt við kvíða og átraskanir sem barn og lítið hafi ástandið skánað er leið á árin. Hún hafi sem unglingur sótt í einhver úrræði. Það var svo árið 2023 sem fjölskyldan áttaði sig á fíknivanda Bríetar, sem hafði prófað hin og þessi úrræði sem skiluðu mismiklum framförum. Hún hafi fengið hjálp frá endurhæfingarteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands en það hafi einnig skilað litlu. Selma, Bríet og Marín. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru síðan.Facebook „Það voru engar framfarir,“ bætir hin 27 ára Selma Rut við, eldri systir þeirra. Bríet hafði sótt meðferð gegn fíknisjúkdómum nokkrum sinnum en það skilaði einnig litlum árangri. Fjölskyldan hafi fengið þau svör að Bríet þyrfti að vera edrú í nógu langan tíma til þess að komast í réttu geðheilsuúrræðin. En þó hafi Bríet verið metin of veik til að vinna og of veik til að sækja þjónustu hjá starfsendurhæfingarsjóðnum Virk. Skortur á fagaðilum og litlar upplýsingar veittar til aðstandenda Systurnar lýsa því að fjölskyldan hafi einnig verið illa upplýst um gang mála hjá Bríeti eftir að hún varð sjálfráða og var þess vegna erfitt að fylgjast með því hvort hún væri að ná einhverjum framförum. Þær hefðu viljað betri upplýsingagjöf til fjölskyldunnar. „Það er svo skrýtið,“ bætir hún við, „að þegar það eru andleg veikindi er fjölskyldunni samt haldið alveg fyrir utan þetta.“ Selma Rut bendir enn fremur á að á Austurlandi sé mikill skortur af fagaðilum og sálfræðingum og aðgengi að geðlækni sé nánast ekkert. „Það þarf að fjölga fagaðilum hérna, og bara á allri landsbyggðinni, “ segir Selma, sem hefði viljað sjá betri samvinnu heilbrigðisstofnana við fjölskylduna. Ljósið í lífinu farið Í færslu sinni á Facebook lýsir Marín Ösp sorginni við að missa „ljósið í lífi okkar allra“ og tekur enn fram að hún voni að saga Bríetar verði hvatning til vitundarvakningar. Útför Bríetar er haldin í Bústaðarkirkju á fimmtudag. Framtíðarsjóður Atalíu Arkar, dóttur Bríetar: Kt. 020921-4390 Rn. 0123-18-206962 „Við getum ekki breytt því sem gerðist,“ skrifar Marín á Facebook, „en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst.“ Byggja þurfi upp þjónustu sem grípi inn í áður en orðið er of seint. „Við verðum að tryggja að önnur fjölskylda þurfi ekki að ganga í gegnum það sem við erum að ganga í gegnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Systurnar lýsa í samtali við Vísi að Bríet hafi reynt við endurhæfingu og meðferð sem hafi þó aldrei skilað miklum árangri. Þær gagnrýna enn fremur stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, þar sem tíðni sjálfsvíga er hærri. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Það voru engar framfarir“ „Við erum enn þá í áfalli,“ segir Marín Ösp Ómarsdóttir, tvíburasystir Bríetar, í samtali við fréttastofu en hún minntist systur sinnar heitinnar í færslu á Facebook í dag. „Þetta kom öllum á óvart.“ Í raun sé samfélagið allt á Fáskrúðsfirði í áfalli eftir fráfall Bríetar, sem skilur eftir sig þriggja ára dóttur, Atalíu Örk. Jóna, móðir systranna, með dóttur sinni og ömmubarninu.Facebook „Við fengum aldrei neina greiningu á veikindunum hennar,“ útskýrir Marín, sem lýsir því hvernig Bríet hafi bæði glímt við kvíða og átraskanir sem barn og lítið hafi ástandið skánað er leið á árin. Hún hafi sem unglingur sótt í einhver úrræði. Það var svo árið 2023 sem fjölskyldan áttaði sig á fíknivanda Bríetar, sem hafði prófað hin og þessi úrræði sem skiluðu mismiklum framförum. Hún hafi fengið hjálp frá endurhæfingarteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands en það hafi einnig skilað litlu. Selma, Bríet og Marín. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru síðan.Facebook „Það voru engar framfarir,“ bætir hin 27 ára Selma Rut við, eldri systir þeirra. Bríet hafði sótt meðferð gegn fíknisjúkdómum nokkrum sinnum en það skilaði einnig litlum árangri. Fjölskyldan hafi fengið þau svör að Bríet þyrfti að vera edrú í nógu langan tíma til þess að komast í réttu geðheilsuúrræðin. En þó hafi Bríet verið metin of veik til að vinna og of veik til að sækja þjónustu hjá starfsendurhæfingarsjóðnum Virk. Skortur á fagaðilum og litlar upplýsingar veittar til aðstandenda Systurnar lýsa því að fjölskyldan hafi einnig verið illa upplýst um gang mála hjá Bríeti eftir að hún varð sjálfráða og var þess vegna erfitt að fylgjast með því hvort hún væri að ná einhverjum framförum. Þær hefðu viljað betri upplýsingagjöf til fjölskyldunnar. „Það er svo skrýtið,“ bætir hún við, „að þegar það eru andleg veikindi er fjölskyldunni samt haldið alveg fyrir utan þetta.“ Selma Rut bendir enn fremur á að á Austurlandi sé mikill skortur af fagaðilum og sálfræðingum og aðgengi að geðlækni sé nánast ekkert. „Það þarf að fjölga fagaðilum hérna, og bara á allri landsbyggðinni, “ segir Selma, sem hefði viljað sjá betri samvinnu heilbrigðisstofnana við fjölskylduna. Ljósið í lífinu farið Í færslu sinni á Facebook lýsir Marín Ösp sorginni við að missa „ljósið í lífi okkar allra“ og tekur enn fram að hún voni að saga Bríetar verði hvatning til vitundarvakningar. Útför Bríetar er haldin í Bústaðarkirkju á fimmtudag. Framtíðarsjóður Atalíu Arkar, dóttur Bríetar: Kt. 020921-4390 Rn. 0123-18-206962 „Við getum ekki breytt því sem gerðist,“ skrifar Marín á Facebook, „en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst.“ Byggja þurfi upp þjónustu sem grípi inn í áður en orðið er of seint. „Við verðum að tryggja að önnur fjölskylda þurfi ekki að ganga í gegnum það sem við erum að ganga í gegnum.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira