„Erfið stund en mikilvæg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 12:22 Bríet Irma ásamt móður sinni og dóttur. Facebook Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Sjá meira
Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Sjá meira