„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2025 14:31 Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum en tapið er mikið sárara. vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. „Ég held að það sé alveg augljóst [að tapið særi djúpt]. Að vera með yfirhöndina allan leikinn, vafamál í lokin sem mér fannst ekki falla með okkur, og sóknarleikurinn þeirra einhvern veginn aðeins beittari en okkar í lokin. Á endanum standa þeir uppi sem sigurvegarar. Við bara köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Elvar við Henry Birgi Gunnarsson í Katowice. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Elvar miður sín eftir tapið gegn Belgíu Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og var Elvar spurður hvort að menn hefðu farið á taugum, þegar fyrsti sigurinn á EM var í sjónmáli: „Ég veit ekki hvort þetta hafi snúist um taugar eða hvað. Alla vega var það ekki tilfinningin inni á vellinum. Mér fannst þetta bara spilast svona. Þó það sé lélegt að vera að væla undan einhverjum dómum þá fannst mér nokkur „krúsjal“ atriði sem féllu ekki með okkur. Fyrir mitt leyti var ég kominn upp í skothreyfingu þegar þeir dæmdu að villan hefði verið „á gólfinu“, og þá hefði ég getað komið okkur sjö stigum yfir. Í staðinn missum við boltann og þeir fara yfir. Það var vendipunktur fannst mér. Þetta voru ekki einhverjar taugar sem tóku yfir, þetta bara spilaðist svona.“ Besta tækifæri Íslands á sigri virðist þarna hafa farið forgörðum en er mótið þá búið? „Nei. Það er leikur á morgun á móti Póllandi og ef við vinnum hann eigum við enn séns á móti Slóveníu og svo er það Frakkland. Við leggjumst ekki niður eftir tvo leiki. Við bara höldum áfram. Þurfum að vera fljótir að gleyma.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Ég held að það sé alveg augljóst [að tapið særi djúpt]. Að vera með yfirhöndina allan leikinn, vafamál í lokin sem mér fannst ekki falla með okkur, og sóknarleikurinn þeirra einhvern veginn aðeins beittari en okkar í lokin. Á endanum standa þeir uppi sem sigurvegarar. Við bara köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Elvar við Henry Birgi Gunnarsson í Katowice. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Elvar miður sín eftir tapið gegn Belgíu Ísland tapaði lokakaflanum 16-2 og var Elvar spurður hvort að menn hefðu farið á taugum, þegar fyrsti sigurinn á EM var í sjónmáli: „Ég veit ekki hvort þetta hafi snúist um taugar eða hvað. Alla vega var það ekki tilfinningin inni á vellinum. Mér fannst þetta bara spilast svona. Þó það sé lélegt að vera að væla undan einhverjum dómum þá fannst mér nokkur „krúsjal“ atriði sem féllu ekki með okkur. Fyrir mitt leyti var ég kominn upp í skothreyfingu þegar þeir dæmdu að villan hefði verið „á gólfinu“, og þá hefði ég getað komið okkur sjö stigum yfir. Í staðinn missum við boltann og þeir fara yfir. Það var vendipunktur fannst mér. Þetta voru ekki einhverjar taugar sem tóku yfir, þetta bara spilaðist svona.“ Besta tækifæri Íslands á sigri virðist þarna hafa farið forgörðum en er mótið þá búið? „Nei. Það er leikur á morgun á móti Póllandi og ef við vinnum hann eigum við enn séns á móti Slóveníu og svo er það Frakkland. Við leggjumst ekki niður eftir tvo leiki. Við bara höldum áfram. Þurfum að vera fljótir að gleyma.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira