Körfubolti

Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stór­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic og félagar í slóvenska landsliðinu náðu loksins að vinna sinn fyrsta leik á Evrópumótinu.
Luka Doncic og félagar í slóvenska landsliðinu náðu loksins að vinna sinn fyrsta leik á Evrópumótinu. EPA/Jarek Praszkiewicz

Belgarnir unnu Íslendinga á EM í gær en þurftu að sætta sig við tap á móti Slóvenum í dag.

Slóvenar unnu sautján stiga sigur á Belgíu, 86-69, í fyrsta leik dagsins í íslenska riðlinum á Evrópumótinu í Póllandi.

Þetta var langþráður sigur hjá Slóvenunum sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Pólverjum og Frökkum.

Slóvenar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 16-10, og voru síðan komnir með tólf stig forskot í hálfleik, 43-31.

Belgarnir gerðu þau mistök að espa upp NBA stjörnuna Luka Doncic sem svaraði með því að eiga stórleik.

Doncic endaði leikinn með þrennu en hann var með 26 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Næst stigahæsti maður Slóvena var Klemen Prepelic með 12 stig. 

Andy Van Vliet skoraði mest fyrir Belga eða 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×