„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Árni Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2025 21:55 Ægir Þór Steinarsson átti góðan leik. Vísir / Hulda Margrét Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. „Það er heldur betur“, sagði Ægir þegar Valur Páll Eiríksson spurði hann hann að því hvort það væri ekki erfitt að kyngja því hvernig leikurinn endaði. „Þetta var alltof góður körfuboltaleikur til að enda þannig að við værum að horfa á hann klárast af vítalínunni. Þetta var bara leiðinlegt í lokin og leiðinlegt fyrir íþróttina að þetta skildi enda svona. Mikið svekkelsi og ég er bara miður mín yfir þessu.“ Er Ægir pirraður út í dómara leiksins eftir dóma þeirra í lok leiks? „Já augljóslega. Ég vona að þeir fari inn og skoði þetta. Þetta er leiðinleg umræða en leikurinn tapast á þessu. Viðbrögð mín á því að hafa ekki snert hann eru augljós. Ég snerti hann ekki. Þetta er of dýrkeypt á þessari stundu þegar maður er búinn að bíða í átta ár eftir þessu móti og þetta eru vinnubrögðin. Þetta er virkilega lélegt.“ „Við sýndum góða frammistöðu og við vorum að fara að vinna leikinn. Trúin okkar var þar og það er mjög svekkjandi að þetta hafi endað svona.“ Ísland hafði unnið til baka 16 stiga mun í seinni hálfleik og voru tveimur stigum undir þegar ógæfan dundi yfir. „Það var bara leiðinlegt að þetta skildi enda svona. Þetta hefði getað dottið báðu megin. Það hefði verið gaman láta íþróttina lifa og bara annaðhvort liðið vinna „fari and square“ en þetta var aðeins of dýrt.“ Einhver atgangur var í lok leiks þar sem liðið náði ekki að þakka dómurunum fyrir leikinn og var Ægir spurður út í það. „Það kannski breytir ekki máli. Eðlilega drífa þeir sig í burtu. Það var kannski eðlilegt og allt í lagi með það.“ Meira var rætt við Ægi í meðfylgjandi myndbandi m.a. um stemmninguna og hvernig liðið mun núllstilla sig eftir þennan leik. Klippa: Erfitt að kyngja því að dómararnir úkljái leikinn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
„Það er heldur betur“, sagði Ægir þegar Valur Páll Eiríksson spurði hann hann að því hvort það væri ekki erfitt að kyngja því hvernig leikurinn endaði. „Þetta var alltof góður körfuboltaleikur til að enda þannig að við værum að horfa á hann klárast af vítalínunni. Þetta var bara leiðinlegt í lokin og leiðinlegt fyrir íþróttina að þetta skildi enda svona. Mikið svekkelsi og ég er bara miður mín yfir þessu.“ Er Ægir pirraður út í dómara leiksins eftir dóma þeirra í lok leiks? „Já augljóslega. Ég vona að þeir fari inn og skoði þetta. Þetta er leiðinleg umræða en leikurinn tapast á þessu. Viðbrögð mín á því að hafa ekki snert hann eru augljós. Ég snerti hann ekki. Þetta er of dýrkeypt á þessari stundu þegar maður er búinn að bíða í átta ár eftir þessu móti og þetta eru vinnubrögðin. Þetta er virkilega lélegt.“ „Við sýndum góða frammistöðu og við vorum að fara að vinna leikinn. Trúin okkar var þar og það er mjög svekkjandi að þetta hafi endað svona.“ Ísland hafði unnið til baka 16 stiga mun í seinni hálfleik og voru tveimur stigum undir þegar ógæfan dundi yfir. „Það var bara leiðinlegt að þetta skildi enda svona. Þetta hefði getað dottið báðu megin. Það hefði verið gaman láta íþróttina lifa og bara annaðhvort liðið vinna „fari and square“ en þetta var aðeins of dýrt.“ Einhver atgangur var í lok leiks þar sem liðið náði ekki að þakka dómurunum fyrir leikinn og var Ægir spurður út í það. „Það kannski breytir ekki máli. Eðlilega drífa þeir sig í burtu. Það var kannski eðlilegt og allt í lagi með það.“ Meira var rætt við Ægi í meðfylgjandi myndbandi m.a. um stemmninguna og hvernig liðið mun núllstilla sig eftir þennan leik. Klippa: Erfitt að kyngja því að dómararnir úkljái leikinn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31