Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 08:02 Sigríður Ásgeirsdóttir og Óli Hjörtur Ólafsson skipuleggja hátíðina með Charlottu Rós Sigmundsdóttur sem vantar á myndina. Vísir/Anton Brink Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar. Óli Hjörtur segist hafa gengið með hugmyndina í kollinum í mörg ár. Þegar hann tók svo við sem rekstrarstjóri í Bíó Paradís 2023 hafi hann loks getað séð hana verða að raunveruleika. Hann segir það þó hægara sagt en gert að velja kvikmyndir á svona hátíð. Myndirnar á hátíðinni koma frá mörgum ólíkum löndum eins og Bandaríkjunum, Kína, Danmörku, Brasilíu, Svíþjóð og Íslandi og eiga það sameiginlegt að vera nýjar eða nýlegar og að hafa ekki farið í almenna sýningu í kvikmyndahúsum á Íslandi þegar þær komu út. Á hátíðinni verða sýndar leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. „Ég veit ekki hversu margar myndir ég er búinn að horfa á um einhvern svona „gay hustler“ sem er ástfanginn af kúnnanum sínum. Það er voðalega „current“ þema. Ég var að leita að gæðum, einhverju nýju og einhverju skemmtilegu. Ég tel mig hafa fundið það.“ Óli segir það langþráðan draum að halda hinsegin kvikmyndahátíð á Íslandi. Vísir/Anton Brink Myndir sem ekki hafa endað í almennum sýningum Óli bendir á að steríótýpur af hinsegin fólki séu oft þær sömu í meginstraums kvikmyndum og þáttum, en það sé þó að breytast hægt og rólega. Hinsegin leikstjórum hafi fjölgað sem og bæði leikstjórum og leikurum sem eru trans. „Margar kvikmyndir sem fjalla um þetta viðfangsefni fara ekki í almennar sýningar í kvikmyndahúsum. Þess vegna langaði mig að finna þær bestu til að sýna á þessari hátíð. Það eru til dæmis margar myndir sem fjalla um trans fólk á hátíðinni. Þetta er á góðri leið en það má auðvitað alltaf gera betur. Ég fann til dæmis enga mynd sem ég vildi sýna sem fjallar um non-binary eða asexual-fólk. Það er rosalega lítið um það.“ Á hátíðinni verða bæði nýjar og gamlar myndir. Meðal þeirra eldri eru Fucking Åmål, sem kom fyrst út árið 1998 og var mjög vinsæl í kvikmyndahúsum á Íslandi. Þá er einnig á lista hátíðarinnar að finna sígildu heimildarmyndina Paris is Burning sem er fólk fær innsýn í ballroom-menningu New York borgar á 9. áratug síðustu aldar og fólkið sem mótaði hana. Myndin er 35 ára í ár. „Það er uppáhaldsmyndin mín og það verður sérstakt partý eftir frumsýninguna,“ segir Óli og Sigríður tekur undir það. „Þetta er æðisleg mynd og margir hafa heyrt um hana. Hún hefur ekki verið sýnt í bíó á Íslandi síðan 1995 þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni Hinsegin bíódagar í Háskólabíó.“ „Þessi ballroom-menning og þessir staðir í New York voru eina rýmið sem fólk hafði til að tjá sig á þann hátt sem það raunverulega vildi. Það var oft líka að flýja hræðilegar aðstæður og við sjáum auðvitað bæði í kvikmyndinni. Myndin er mjög marglaga og það sem gerir það að verkum að hún er enn viðeigandi í dag er til dæmis orðfæri og menningarleg tákn sem mynduðust í þessari senu, og var mjög á jaðrinum á þessum tíma. Orðfærið sem er notað þarna er eitthvað sem Íslendingar kannski tengja í dag við Æði-drengina auk þess sem Beyonce var undir miklum áhrifum hennar við gerð Renaissance-plötu sinnar. Það verður djamm-sýning þegar við sýnum hana og partý eftir á. Það er stóra kvöldið á hátíðinni,“ segir Sigríður. Sigríður segir kvikmyndaformið oft gott til að veita fólki innsýn í líf annarra til að hjálpa með samkennd. Vísir/Anton Brink Leið til að miðla upplýsingum og auka samkennd Sigríður segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á kvikmyndaforminu og möguleikanum sem því fylgja til að miðla upplýsingum. „Sérstaklega hvað varðar kynjapólitík og það sem er erfitt að útskýra. Stærsta félagslega áskorunin sem samfélagið stendur frammi fyrir er að mínu mati skortur á samkennd. Það kveikir í samkenndinni að fá innsýn í líf einhvers. Við höfum aldrei haft jafn mikið aðgengi að efni til að horfa á heima en það er eitthvað með bíóið sem samveru-vettvang. Þú upplifir þetta einn en með einhverjum.“ Þannig sé hægt að efna til samtals um viðfangsefni myndanna með því að halda slíka hátíð og á sama tíma gefa fólki rými til að eiga það samtal. Hægt er að kaupa klippikort á hátíðina á annað hvort fimm eða þrjár myndir auk þess sem hægt er að kaupa sig inn á stakar myndir. Alls eru 11 kvikmyndir í fullri lengd og fjórar stuttmyndir sem verða sýndar með kvikmyndum í fullri lengd. Lýsingar á öllum kvikmyndum og nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar hér. Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Reykjavík Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Óli Hjörtur segist hafa gengið með hugmyndina í kollinum í mörg ár. Þegar hann tók svo við sem rekstrarstjóri í Bíó Paradís 2023 hafi hann loks getað séð hana verða að raunveruleika. Hann segir það þó hægara sagt en gert að velja kvikmyndir á svona hátíð. Myndirnar á hátíðinni koma frá mörgum ólíkum löndum eins og Bandaríkjunum, Kína, Danmörku, Brasilíu, Svíþjóð og Íslandi og eiga það sameiginlegt að vera nýjar eða nýlegar og að hafa ekki farið í almenna sýningu í kvikmyndahúsum á Íslandi þegar þær komu út. Á hátíðinni verða sýndar leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. „Ég veit ekki hversu margar myndir ég er búinn að horfa á um einhvern svona „gay hustler“ sem er ástfanginn af kúnnanum sínum. Það er voðalega „current“ þema. Ég var að leita að gæðum, einhverju nýju og einhverju skemmtilegu. Ég tel mig hafa fundið það.“ Óli segir það langþráðan draum að halda hinsegin kvikmyndahátíð á Íslandi. Vísir/Anton Brink Myndir sem ekki hafa endað í almennum sýningum Óli bendir á að steríótýpur af hinsegin fólki séu oft þær sömu í meginstraums kvikmyndum og þáttum, en það sé þó að breytast hægt og rólega. Hinsegin leikstjórum hafi fjölgað sem og bæði leikstjórum og leikurum sem eru trans. „Margar kvikmyndir sem fjalla um þetta viðfangsefni fara ekki í almennar sýningar í kvikmyndahúsum. Þess vegna langaði mig að finna þær bestu til að sýna á þessari hátíð. Það eru til dæmis margar myndir sem fjalla um trans fólk á hátíðinni. Þetta er á góðri leið en það má auðvitað alltaf gera betur. Ég fann til dæmis enga mynd sem ég vildi sýna sem fjallar um non-binary eða asexual-fólk. Það er rosalega lítið um það.“ Á hátíðinni verða bæði nýjar og gamlar myndir. Meðal þeirra eldri eru Fucking Åmål, sem kom fyrst út árið 1998 og var mjög vinsæl í kvikmyndahúsum á Íslandi. Þá er einnig á lista hátíðarinnar að finna sígildu heimildarmyndina Paris is Burning sem er fólk fær innsýn í ballroom-menningu New York borgar á 9. áratug síðustu aldar og fólkið sem mótaði hana. Myndin er 35 ára í ár. „Það er uppáhaldsmyndin mín og það verður sérstakt partý eftir frumsýninguna,“ segir Óli og Sigríður tekur undir það. „Þetta er æðisleg mynd og margir hafa heyrt um hana. Hún hefur ekki verið sýnt í bíó á Íslandi síðan 1995 þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni Hinsegin bíódagar í Háskólabíó.“ „Þessi ballroom-menning og þessir staðir í New York voru eina rýmið sem fólk hafði til að tjá sig á þann hátt sem það raunverulega vildi. Það var oft líka að flýja hræðilegar aðstæður og við sjáum auðvitað bæði í kvikmyndinni. Myndin er mjög marglaga og það sem gerir það að verkum að hún er enn viðeigandi í dag er til dæmis orðfæri og menningarleg tákn sem mynduðust í þessari senu, og var mjög á jaðrinum á þessum tíma. Orðfærið sem er notað þarna er eitthvað sem Íslendingar kannski tengja í dag við Æði-drengina auk þess sem Beyonce var undir miklum áhrifum hennar við gerð Renaissance-plötu sinnar. Það verður djamm-sýning þegar við sýnum hana og partý eftir á. Það er stóra kvöldið á hátíðinni,“ segir Sigríður. Sigríður segir kvikmyndaformið oft gott til að veita fólki innsýn í líf annarra til að hjálpa með samkennd. Vísir/Anton Brink Leið til að miðla upplýsingum og auka samkennd Sigríður segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á kvikmyndaforminu og möguleikanum sem því fylgja til að miðla upplýsingum. „Sérstaklega hvað varðar kynjapólitík og það sem er erfitt að útskýra. Stærsta félagslega áskorunin sem samfélagið stendur frammi fyrir er að mínu mati skortur á samkennd. Það kveikir í samkenndinni að fá innsýn í líf einhvers. Við höfum aldrei haft jafn mikið aðgengi að efni til að horfa á heima en það er eitthvað með bíóið sem samveru-vettvang. Þú upplifir þetta einn en með einhverjum.“ Þannig sé hægt að efna til samtals um viðfangsefni myndanna með því að halda slíka hátíð og á sama tíma gefa fólki rými til að eiga það samtal. Hægt er að kaupa klippikort á hátíðina á annað hvort fimm eða þrjár myndir auk þess sem hægt er að kaupa sig inn á stakar myndir. Alls eru 11 kvikmyndir í fullri lengd og fjórar stuttmyndir sem verða sýndar með kvikmyndum í fullri lengd. Lýsingar á öllum kvikmyndum og nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar hér.
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Reykjavík Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira