Ísraelar sluppu með skrekkinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2025 14:12 Deni Avdija var einu sinni sem oftar stigahæstur í ísraelska liðinu. getty/Dragana Stjepanovic Í fyrsta leik dagsins í D-riðli Evrópumóts karla í körfubolta sigraði Ísrael Belgíu, 89-92. Með sigrinum tryggðu Ísraelar sér sæti í sextán liða úrslitum mótsins. Þessi lið eru með Íslandi í riðli en klukkan 15:00 mæta íslensku strákarnir Luka Doncic og félögum hans í slóvenska landsliðinu. Fyrir leikinn í dag var Pólland komið áfram í sextán liða úrslit og nú er ljóst að Ísrael fylgir heimaliðinu þangað. Ísraelar unnu þriggja stiga sigur á Belgum í dag, 89-92, í leik sem fátt benti til að yrði spennandi. Ísraelska liðið leiddi nánast allan tímann og fyrir lokaleikhlutann munaði sautján stigum á liðunum, 54-71. Belgíska liðið gafst hins vegar ekki upp og hleypti talsverðri spennu í leikinn í 4. leikhlutanum sem það vann, 35-21. Loic Schwartz minnkaði muninn í fjögur stig, 85-90, þegar hann setti niður þriggja stiga körfu er nítján sekúndur voru eftir. Deni Avdija, aðalstjarna Ísraels, setti í kjölfarið niður eitt vítaskot en Siebe Ledegen minnkaði muninn enn frekar, 87-90, þegar átta sekúndur lifðu leiks. Yam Madar kláraði hins vegar leikinn fyrir Ísrael með því að hitta úr tveimur vítaskotum. Engu breytti því þótt Emmanuel Lecomte skoraði síðustu körfu leiksins, 89-92. Avdija var stigahæstur í ísraelska liðinu með 22 stig. Roman Sorkin skoraði átján og Tomer Ginat þrettán auk þess að taka þrettán fráköst. Lecomte skoraði fimmtán stig fyrir Belgíu sem mætir Póllandi í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn. Schwartz og Hans Vanwijn skoruðu fjórtán stig hvor. EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Þessi lið eru með Íslandi í riðli en klukkan 15:00 mæta íslensku strákarnir Luka Doncic og félögum hans í slóvenska landsliðinu. Fyrir leikinn í dag var Pólland komið áfram í sextán liða úrslit og nú er ljóst að Ísrael fylgir heimaliðinu þangað. Ísraelar unnu þriggja stiga sigur á Belgum í dag, 89-92, í leik sem fátt benti til að yrði spennandi. Ísraelska liðið leiddi nánast allan tímann og fyrir lokaleikhlutann munaði sautján stigum á liðunum, 54-71. Belgíska liðið gafst hins vegar ekki upp og hleypti talsverðri spennu í leikinn í 4. leikhlutanum sem það vann, 35-21. Loic Schwartz minnkaði muninn í fjögur stig, 85-90, þegar hann setti niður þriggja stiga körfu er nítján sekúndur voru eftir. Deni Avdija, aðalstjarna Ísraels, setti í kjölfarið niður eitt vítaskot en Siebe Ledegen minnkaði muninn enn frekar, 87-90, þegar átta sekúndur lifðu leiks. Yam Madar kláraði hins vegar leikinn fyrir Ísrael með því að hitta úr tveimur vítaskotum. Engu breytti því þótt Emmanuel Lecomte skoraði síðustu körfu leiksins, 89-92. Avdija var stigahæstur í ísraelska liðinu með 22 stig. Roman Sorkin skoraði átján og Tomer Ginat þrettán auk þess að taka þrettán fráköst. Lecomte skoraði fimmtán stig fyrir Belgíu sem mætir Póllandi í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn. Schwartz og Hans Vanwijn skoruðu fjórtán stig hvor.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira